Ekki fleiri stórfelldar árásir? 13. mars 2005 00:01 Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Bandarísk yfirvöld leggja ofuráherslu á að handsama Osama bin Laden og knésetja al-Qaida sem Robert Muller, yfirmaður FBI, sagði í síðasta mánuði að ógn stafaði af og að víst væri að al-Qaida liðar hyggðu á árásir í Bandaríkjunum. En nú hafa bandarískir fjölmiðlar komist yfir leyniskýrslu FBI þar sem því er haldið fram að hættan af al-Qaida innan Bandaríkjanna sé ekki svo mikil. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. Í skýrslunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir um al-Qaida liða sem láti lítið á sér bera og bíði færis. Enn ólíklegra sé að heilu hópar slíkra manna séu að störfum innan Bandaríkjanna. Nokkuð er síðan fréttist af óánægju innan æðstu raða al-Qaida vegna þessa vanda sem stafar ekki síst af því að bandarísk yfirvöld fylgjast leynt og ljóst með arabískum karlmönnum á ákveðnum aldri. Af þessum sökum hafa stjórnendur al-Qaida reynt að fá til liðs við sig fólk af öðrum kynstofnum, ekki síst Evrópubúa og Bandaríkjamenn, en það hefur gengið illa. Sjónvarpsstöðin ABC hefur eftir heimildarmönnum að háttsettir al-Qaida liðar í haldi kvarti undan þeim fáu Vesturlandabúum sem gengið hafi til liðs við al-Qaida, þar sem þeir þykist oft vita meira um Bandaríkin en leiðtogarnir. Að auki séu þeir sjálfstæðir og þvermóðskufullir. Vonir al-Qaidamanna standa nú einkum til þess að fá til liðs við sig óánægða Bandaríkjamenn, þá einkum blökkumenn sem tekið hafa upp íslamskan sið. Ekki hafa þó borist fregnir af því að það hafi tekist auk þess sem slíkir hryðjuverkamenn þykja líklegri til að standa fyrir minni árásum, t.a.m. sprengja sig í loft upp við verslunarmiðstöðvar eða því um líkt. Þrátt fyrir þetta sjá hvorki Bandaríkjamenn né Bretar ástæðu til að anda léttar og hætta leitinni að Osama bin Laden. Deilt er um hvernig túlka beri beiðni bin Ladens til Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak, um hjálp við árásir í Bandaríkjunum. Annars vegar má skilja það sem svo að bin Laden reyni að safna liði, en einnig sem örvæntingarfulla beiðni manns sem getur ekki upp á eigin spýtur komið neinu af stað. Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Bandarísk yfirvöld leggja ofuráherslu á að handsama Osama bin Laden og knésetja al-Qaida sem Robert Muller, yfirmaður FBI, sagði í síðasta mánuði að ógn stafaði af og að víst væri að al-Qaida liðar hyggðu á árásir í Bandaríkjunum. En nú hafa bandarískir fjölmiðlar komist yfir leyniskýrslu FBI þar sem því er haldið fram að hættan af al-Qaida innan Bandaríkjanna sé ekki svo mikil. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. Í skýrslunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir um al-Qaida liða sem láti lítið á sér bera og bíði færis. Enn ólíklegra sé að heilu hópar slíkra manna séu að störfum innan Bandaríkjanna. Nokkuð er síðan fréttist af óánægju innan æðstu raða al-Qaida vegna þessa vanda sem stafar ekki síst af því að bandarísk yfirvöld fylgjast leynt og ljóst með arabískum karlmönnum á ákveðnum aldri. Af þessum sökum hafa stjórnendur al-Qaida reynt að fá til liðs við sig fólk af öðrum kynstofnum, ekki síst Evrópubúa og Bandaríkjamenn, en það hefur gengið illa. Sjónvarpsstöðin ABC hefur eftir heimildarmönnum að háttsettir al-Qaida liðar í haldi kvarti undan þeim fáu Vesturlandabúum sem gengið hafi til liðs við al-Qaida, þar sem þeir þykist oft vita meira um Bandaríkin en leiðtogarnir. Að auki séu þeir sjálfstæðir og þvermóðskufullir. Vonir al-Qaidamanna standa nú einkum til þess að fá til liðs við sig óánægða Bandaríkjamenn, þá einkum blökkumenn sem tekið hafa upp íslamskan sið. Ekki hafa þó borist fregnir af því að það hafi tekist auk þess sem slíkir hryðjuverkamenn þykja líklegri til að standa fyrir minni árásum, t.a.m. sprengja sig í loft upp við verslunarmiðstöðvar eða því um líkt. Þrátt fyrir þetta sjá hvorki Bandaríkjamenn né Bretar ástæðu til að anda léttar og hætta leitinni að Osama bin Laden. Deilt er um hvernig túlka beri beiðni bin Ladens til Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak, um hjálp við árásir í Bandaríkjunum. Annars vegar má skilja það sem svo að bin Laden reyni að safna liði, en einnig sem örvæntingarfulla beiðni manns sem getur ekki upp á eigin spýtur komið neinu af stað.
Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira