Sport

Gill vill breyta Meistaradeildinni

David Gill, stjórnarformaður Manchester United vill breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar til að hjálpa stóru liðunum að komast lengra. United datt út í fyrsta útsláttareinvíginu þetta tímabilið ásamt Real Madrid, Barcelona og titilhöfunum í Porto. "Núna geta öll liðin mætt öllum þegar dregið er í 16-liða úrslitin," sagði Gill. "Kannski væri það betra ef sigurvegarar síðasta árs væru flokkaðir númer eitt og myndu spila við lið númar 16, lið númer tvö myndi þá spila við lið númer 15 o.s.fr." Gill hefur miklar áhyggjur af því að keppnin muni missa ljóma sinn ef stóru liðin detta út snemma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×