Innlent

Rannsókn að ljúka

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, segir að verið sé að ljúka rannsókn og skýrslugerð í máli sjö lettneskra verkamanna sem teknir voru að ólöglegum störfum í Ólafsvík fyrir helgi. Á næstunni skýrist hvort málið verði látið fara fyrir dóm eða ekki. Mál lettnesku verkamannanna er rannsakað að ábendingu Vinnumálastofnunar. Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði hafa haft afskipti af sjö erlendum verkamönnum, fimm Pólverjum og tveimur Lettum og lögregluyfirvöld í Suðurnesjabæ hafa rannsakað vinnu erlendra verkamanna í Grindavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×