Sport

Johnson lætur Breta heyra það

Goðsögnin Michael Johnson frá Bandaríkjunum, sem gerði garðinn frægan á hlaupabrautunum fyrir nokkrum árum og varð meðal annars Ólympíumeistari í bæði 200 og 400 metra hlaupi á leikunum í Atlanta árið 1996, segist vita ástæðuna fyrir því að Breska frjálsíþróttafólkið hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár. Johnson sagði í viðtali nýlega að allt of litlar kröfur væru gerðar til Bresku keppendana á stórmótum og þessvegna næðu þeir ekki nógu góðum árangri. "Þegar ég var að keppa var alltaf gríðarlega pressa á mér og ég var harðlega gagnrýndur ef ég stóð mig ekki vel.  Keppendur þurfa slíkt aðhald og pressu til að standa sig í stykkinu þegar allt er undir.  Fólk í dag er allt of gott við íþróttamennina og fer að dýrka þá og fyrirgefa þeim slaka frammistöðu allt of oft," sagði hinn yfirlýsingaglaði Bandaríkjamaður, sem beindi orðum sínum sérstaklega til Breskra íþróttamanna, við litla hrifningu landa þeirra. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×