Innlent

Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær

Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört. Þá er hafísinn farinn frá Grímsey og róðrar hafnir þaðan á ný og veðurfræðingar telja að ekki þurfi að búast við meiri hafís af Grænlandssundinu að sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×