Milljónatjón á einkavirkjunum 7. júní 2005 00:01 Milljónatjón varð þegar stífla brast í Sandá í gærkvöldi. Eigendurnir, sem eru bændur í nágrenninu, eru ekki vissir um orsökina, en grunar að þurrkar undanfarinna daga hafi átt einhvern hlut að máli. Þeir þakka þó fyrir að enginn skyldi slasast þegar flóðbylgjan æddi niður árfarveginn. Laugarvatnið var ekki fagurt á að líta í dag, mórautt eins og jökulvatn eftir flóðbygljuna í gærkvöldi. Stíflurnar í Sandá eru tvær skammt fyrir ofan bæinn Eyvindartungu við Laugarvatn. Sú efri var gerð úr jarðvegi og þegar hún brast í gærkvöldi eftir gríðarmikla úrkomu æddi vatnið úr lóninu niður árfarveginn og stórskemmdi þá neðri sem er steinsteypt. Ein virkjun er við hvora stíflu og samtals hafa þær framleitt 600 kílóvött sem eigendurnir hafa selt inn á kerfi RARIK. En er vitað hversu mikið tjónið er? Þorkell Snæbjörnsson, einn eigendanna, segir að það sé ekki vitað en að hann geri ráð fyrir því að það hlaupi á milljónum. Það eigi eftir að skoða skemmdirnar og meta tjónið en ekki sé gott að gera það þegar allt er blautt og á floti. Aðspurður hvort aðstandendur virkjananna séu tryggðir segir hann að það haldi hann ekki. Þorkell segir hreinlega ekki vitað hvernig það gat gerst að efri stíflan brast en getgátur eru uppi um að miklir þurrkar hafi valdið því að brestur kom í hana. Fjölskyldan að Austurey 2 hefur lagt í miklar fjárfestingar með virkjununum og 600 kílóvatta framleiðsla hefur verið nokkur búbót. Þorkell segir stofnkostnað hafa verið mikinn en svo eigi virkjunin að virka og allt að ganga vel. Þorkell segist ekki vita hvenær verði hægt að ráðast í viðgerðir. Hann vonast til að hægt sé að koma neðri virkjuninni í gang eftir viku eða svo en lengri tíma muni taka að endurbyggja ofar í ánni. Krafturinn í vatninu var gríðarlegur og rör sem var hulið jarðvegi hefur nú skolast burt. Þorkell segir vissulega sárt að sjá á eftir mikilli uppbyggingu undanfarinna ára en það hefði þó getað farið verr. Hann þakki guði fyrir það að ekki hafi orðið slys á fólki, en það hafi verið töluvert af fólki á svæðinu í gær. Þá sé einnig gott að búfé hafi sloppið. Þorkell segir að skemmdirnar sé hægt að bæta en ef slys hefði orðið hefði það ekki verið gott mál. Bændur hafi lengi beðið eftir vætu en þetta hafi verið fullmikið af því góða. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Milljónatjón varð þegar stífla brast í Sandá í gærkvöldi. Eigendurnir, sem eru bændur í nágrenninu, eru ekki vissir um orsökina, en grunar að þurrkar undanfarinna daga hafi átt einhvern hlut að máli. Þeir þakka þó fyrir að enginn skyldi slasast þegar flóðbylgjan æddi niður árfarveginn. Laugarvatnið var ekki fagurt á að líta í dag, mórautt eins og jökulvatn eftir flóðbygljuna í gærkvöldi. Stíflurnar í Sandá eru tvær skammt fyrir ofan bæinn Eyvindartungu við Laugarvatn. Sú efri var gerð úr jarðvegi og þegar hún brast í gærkvöldi eftir gríðarmikla úrkomu æddi vatnið úr lóninu niður árfarveginn og stórskemmdi þá neðri sem er steinsteypt. Ein virkjun er við hvora stíflu og samtals hafa þær framleitt 600 kílóvött sem eigendurnir hafa selt inn á kerfi RARIK. En er vitað hversu mikið tjónið er? Þorkell Snæbjörnsson, einn eigendanna, segir að það sé ekki vitað en að hann geri ráð fyrir því að það hlaupi á milljónum. Það eigi eftir að skoða skemmdirnar og meta tjónið en ekki sé gott að gera það þegar allt er blautt og á floti. Aðspurður hvort aðstandendur virkjananna séu tryggðir segir hann að það haldi hann ekki. Þorkell segir hreinlega ekki vitað hvernig það gat gerst að efri stíflan brast en getgátur eru uppi um að miklir þurrkar hafi valdið því að brestur kom í hana. Fjölskyldan að Austurey 2 hefur lagt í miklar fjárfestingar með virkjununum og 600 kílóvatta framleiðsla hefur verið nokkur búbót. Þorkell segir stofnkostnað hafa verið mikinn en svo eigi virkjunin að virka og allt að ganga vel. Þorkell segist ekki vita hvenær verði hægt að ráðast í viðgerðir. Hann vonast til að hægt sé að koma neðri virkjuninni í gang eftir viku eða svo en lengri tíma muni taka að endurbyggja ofar í ánni. Krafturinn í vatninu var gríðarlegur og rör sem var hulið jarðvegi hefur nú skolast burt. Þorkell segir vissulega sárt að sjá á eftir mikilli uppbyggingu undanfarinna ára en það hefði þó getað farið verr. Hann þakki guði fyrir það að ekki hafi orðið slys á fólki, en það hafi verið töluvert af fólki á svæðinu í gær. Þá sé einnig gott að búfé hafi sloppið. Þorkell segir að skemmdirnar sé hægt að bæta en ef slys hefði orðið hefði það ekki verið gott mál. Bændur hafi lengi beðið eftir vætu en þetta hafi verið fullmikið af því góða.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira