Erlent

Enn skelfur jörð

MYND/AP

Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók hamfarasvæðin í Suður-Asíu í gærkvöld, rúmum tveimur vikum eftir að stór skjálfti reið þar yfir með þeim afleiðingum að tugir þúsunda létu lífið.

Engar fregnir hafa borist af manntjóni en skjálftinn er einn af sterkustu eftirskjálftunum eftir skjálftann stóra 8. október síðastliðinn, en þeir hafa mælst hátt í níu hundruð. Hjálparstarf heldur áfram á svæðunum en skemmdir á vegum koma í veg fyrir að hægt sé að koma nægilegri aðstoð til hundraða þúsunda í um tvö þúsund þorpum í Pakistan nú þegar kaldur veturinn nálgast óðfluga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×