Lífið

Opnar gistiheimili á Egilsstöðum

Olga Óla Bjarnadóttir, eigandi Café Nielsen á Egilsstöðum, er að gera upp gamalt hús við Tjarnarbraut 3, í næsta húsi við kaffihúsið, og hyggst opna þar gistiheimili með fimm vel búnum herbergjum í vor. Olga gerði á sínum tíma upp húsnæði Café Nielsen og hefur rekið þar kaffihúsið í tæp níu ár en starfið er annasamt og hyggst hún því minnka við sig vinnu. Olga ætlar því að selja kaffihúsið en reka gistiheimilið sjálf. Hún hefur haft kaffihúsið opið daglega frá 11.30 fram undir miðnætti og lengur um helgar eftir að framkvæmdir hófust á Kárahnjúkum. Áður var hún með lokað yfir vetrarmánuðina. Starfið er mjög annasamt á sumrin og með framkvæmdunum á Kárahnjúkum hefur það aukist líka yfir veturinn því að starfsmenn framkvæmdafyrirtækjanna setjast gjarnan inn hjá henni þegar þeir koma í bæinn. "Það er heilmikil traffík, það fer ekki á milli mála. Aukningin hefur verið stöðug og góð," segir Olga og telur að aukningin hafi kannski numið hátt í helming síðustu ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.