Lífið

Ný slanguryrði í orðabók

Eftir að orðið "blingbling" rataði í ensku Webster orðabókina hafa umsjónarmenn netútgáfu ensku Oxford orðabókarinnar ákveðið að bæta einnig nokkrum slanguryrðum í sarpinn. Slanguryrðin "thugged out", "crack hoe" og "hoochie" urðu fyrir valinu og geta því þeir sem eiga erfitt með að skilja nýjan orðaforða unglinga kíkt í orðabók til þess að fá útskýringu á herlegheitunum. "Thugged out" er þýtt í orðabókinni sem töffaralegur, "crackhoe" er vændiskona sem reykir hass og "hoochie" er þýtt sem hrikalega flottur kvenmaður. Eflaust eru margir málverndunarsinnar lítið í skýjunum yfir þessum nýjungum en yfirritstjóri orðabókarinnar, Jesse Sheidlower, segir það vera þeirra starf að þýða þessi orð. "Ef unglingarnir nota orð sem ekki finnast í orðabókinni er það okkar skylda að bæta þeim við," segir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.