Kallað á viðamiklar breytingar 8. maí 2005 00:01 Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Skýrslan er hluti af undirbúningi að mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana sem samþykkt var á Alþingi vorið 2002. Í skýslunni eru lagðar fram ellefu tillögur til að bæta þjónustuna. Meðal annars er lagt til að sett verði á fót miðlæg innlagnarmiðstöð og skráning, sem gæfi möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni. Einnig að Sjúkrahúsið Vogur sérhæfi sig í meðferð við fíkn í morfín og skyld efni. "Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta og menn hafa lagt sig mjög eftir að greina þennan geira sem er því miður stór og vaxandi," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sem telur margar tillögur starfshópsins athygliverðar, sérstaklega um miðlæga innlagnarmiðstöð. Farið verði yfir tillögurnar en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það enn hverju verði hrint í framkvæmd. "Ég reikna nú með að þingið muni láta sig skýrsluna einhverju varða," segir Jón en það verði þó að öllum líkindum ekki fyrr en á næsta þingi í haust. "Það skýrist á næstu mánuðum hvað við treystum okkur í af þessu." Aðrar tillögur starfshópsins miðuðu að því að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, að fjárveitingar verði bundnar við málaflokk en ekki stofnanir og að rekstrarleyfi verði einungis veitt að uppfylltum skilyrðum. Bent var á að starfsemi sé of bundin við höfuðborgarsvæðið og að sveitarfélög gætu komið öflugar að málaflokknum. Of mikil áhersla sé lögð á innlagnir á stofnanir, en of lítið að sama skapi á vægari meðferðarúrræði, heilsugæslu og göngudeildarþjónustu. Úrræði þurfi að vera fjölbreyttari með tilliti til þarfa mismunandi hópa. Starfshópurinn leggur enn fremur áherslu á að rannsókna sé þörf á sviðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Skýrslan er hluti af undirbúningi að mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana sem samþykkt var á Alþingi vorið 2002. Í skýslunni eru lagðar fram ellefu tillögur til að bæta þjónustuna. Meðal annars er lagt til að sett verði á fót miðlæg innlagnarmiðstöð og skráning, sem gæfi möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni. Einnig að Sjúkrahúsið Vogur sérhæfi sig í meðferð við fíkn í morfín og skyld efni. "Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta og menn hafa lagt sig mjög eftir að greina þennan geira sem er því miður stór og vaxandi," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sem telur margar tillögur starfshópsins athygliverðar, sérstaklega um miðlæga innlagnarmiðstöð. Farið verði yfir tillögurnar en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það enn hverju verði hrint í framkvæmd. "Ég reikna nú með að þingið muni láta sig skýrsluna einhverju varða," segir Jón en það verði þó að öllum líkindum ekki fyrr en á næsta þingi í haust. "Það skýrist á næstu mánuðum hvað við treystum okkur í af þessu." Aðrar tillögur starfshópsins miðuðu að því að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, að fjárveitingar verði bundnar við málaflokk en ekki stofnanir og að rekstrarleyfi verði einungis veitt að uppfylltum skilyrðum. Bent var á að starfsemi sé of bundin við höfuðborgarsvæðið og að sveitarfélög gætu komið öflugar að málaflokknum. Of mikil áhersla sé lögð á innlagnir á stofnanir, en of lítið að sama skapi á vægari meðferðarúrræði, heilsugæslu og göngudeildarþjónustu. Úrræði þurfi að vera fjölbreyttari með tilliti til þarfa mismunandi hópa. Starfshópurinn leggur enn fremur áherslu á að rannsókna sé þörf á sviðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira