Kvöld í Hveró - Halli Reynis 17. mars 2005 00:01 Annað kvöld, föstudag, verður hleypt af stokkunum skemmtilegri tónleikaröð í Hveragerðiskirkju, "Kvöld í Hveró". Þarna er um að ræða sex konserta þar sem margir af ástsælustu listamönnum úr heimi dægurtónlistar koma fram. Sá sem fyrstur stígur á stokk í tónleikaröðinni er hinn fádæma flotti trúbador Halli Reynis sem hefur undanfarin misseri sungið sig inn að hjartarótum íslensku þjóðarinnar. Halli Reynis er Reykvíkingur sem á ættir sínar að rekja í Dalasýslu og Borgarfjörð. Hann hefur alla sína tíð búið í borginni utan þau fjögur ár sem hann dvaldist í Danmörku. Hann lærði fyrstu gripin á gítarinn ellefu ára gamall en lagði hljóðfærið fljótlega á hilluna en tók þráðinn upp að nýju um nítján ára aldurinn. Halli byrjaði ungur að semja texta og tók síðar til við að semja lög eftir því sem honum óx ásmegin í gítarkunnáttunni. Allar götur síðan hafa lög og textar komið að sjálfu sér og má segja að sköpunin sé honum eðlislæg. Halli gaf út sinn fyrsta geisladisk 1993 og í dag eru þeir orðnir 5 talsins. Undir hömrunum háu (´93), Hring eftir hring (´95), Trúbadúr (97), Myndir (´00) og Við erum eins (´04). Yfirlýst markmið tónleikaraðarinnar er að auka fjölbreytni í menningu á þessu svæði, opna augu almennings fyrir þeim möguleika að íslensk popptónlist eigi ekki síður heima í kirkju en klassíkin og gefa ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki af svæðinu tækifæri til að að hita upp fyrir þá listamenn sem þar koma fram. Hljómburður í kirkjunni þykir sérstaklega góður. Aðstandandi "Kvölds í Hveró" er Norsk-Íslenska Skjallbandalagið Inc. sem samanstendur af tveimur konum, Ásgerði Eyþórsdóttur og Monicu Haug. Þær skipulögðu tónleika Jóns Ólafssonar tónlistarmanns í kirkjunni, þann 25. nóvember síðastliðinn, sem lukkuðust giftusamlega. Ákváðu þær að halda láta alls ekki staðar numið að svo komnu. Þeir listamenn sem fram munu koma eru: 18. marsHalli ReynisHveragerðiskirkjaklukkan 21:0008. aprílValgeir GuðjónssonHveragerðiskirkjaklukkan 21:0022. aprílFabúlaHveragerðiskirkjaklukkan 21:0006. maíKK og EllenHveragerðiskirkjaklukkan 21:0020. maíEyfi og StefánSelfosskirkjaklukkan 21:0003. júníHljómsveitin HjálmarHveragerðiskirkjaklukkan 21:00 Tónleikar Eyfa og Stefáns Hilmarssonar verða haldnir í Selfosskirkju, í samvinnu við menningarhátíðina "Vor í Árborg" sem fram fer helgina 20. til 22. maí n.k. Skipulagning þeirrar hátíðar stendur nú yfir. Hótel Örk verður með tilboð í tengslum við alla tónleikana þar sem gisting með morgunverði og tónleikamiði kostar 4.900 krónur fyrir manninn í tvíbýli.Tónleikar Halla Reynis fara fram í Hveragerðiskirkju. Kirkjan stendur á Sandhóli og gnæfir tignarleg yfir bæinn. Jörundur Pálsson arkitekt við embætti Húsameistara ríkisins teiknaði kirkjuna. Steindur kórgluggi er verk Höllu Haraldsdóttur, glerlistakonu. Stílfærð Kristsmynd er uppistaða myndarinnar, en litir og form vísa til jarðhita, gufu, blóma og gróanda umhverfisins. Efst tákna stjarna og kross birtu vonar og hinn helga kross og að Hveragerði er á krossgötum í þjóðbraut. Krossaumað veggteppi er gert eftir frummynd í Þjóðmynjasafni og sýnir atburði úr Mósebókum. Bænaljósastjaki og tveir sex ljósa stjakar í kór eru minningargjafir. Sunnan við kirkjuna er gott útsýni yfir Hverasvæðið í hjarta bæjarins.MYND/Vísir Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Annað kvöld, föstudag, verður hleypt af stokkunum skemmtilegri tónleikaröð í Hveragerðiskirkju, "Kvöld í Hveró". Þarna er um að ræða sex konserta þar sem margir af ástsælustu listamönnum úr heimi dægurtónlistar koma fram. Sá sem fyrstur stígur á stokk í tónleikaröðinni er hinn fádæma flotti trúbador Halli Reynis sem hefur undanfarin misseri sungið sig inn að hjartarótum íslensku þjóðarinnar. Halli Reynis er Reykvíkingur sem á ættir sínar að rekja í Dalasýslu og Borgarfjörð. Hann hefur alla sína tíð búið í borginni utan þau fjögur ár sem hann dvaldist í Danmörku. Hann lærði fyrstu gripin á gítarinn ellefu ára gamall en lagði hljóðfærið fljótlega á hilluna en tók þráðinn upp að nýju um nítján ára aldurinn. Halli byrjaði ungur að semja texta og tók síðar til við að semja lög eftir því sem honum óx ásmegin í gítarkunnáttunni. Allar götur síðan hafa lög og textar komið að sjálfu sér og má segja að sköpunin sé honum eðlislæg. Halli gaf út sinn fyrsta geisladisk 1993 og í dag eru þeir orðnir 5 talsins. Undir hömrunum háu (´93), Hring eftir hring (´95), Trúbadúr (97), Myndir (´00) og Við erum eins (´04). Yfirlýst markmið tónleikaraðarinnar er að auka fjölbreytni í menningu á þessu svæði, opna augu almennings fyrir þeim möguleika að íslensk popptónlist eigi ekki síður heima í kirkju en klassíkin og gefa ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki af svæðinu tækifæri til að að hita upp fyrir þá listamenn sem þar koma fram. Hljómburður í kirkjunni þykir sérstaklega góður. Aðstandandi "Kvölds í Hveró" er Norsk-Íslenska Skjallbandalagið Inc. sem samanstendur af tveimur konum, Ásgerði Eyþórsdóttur og Monicu Haug. Þær skipulögðu tónleika Jóns Ólafssonar tónlistarmanns í kirkjunni, þann 25. nóvember síðastliðinn, sem lukkuðust giftusamlega. Ákváðu þær að halda láta alls ekki staðar numið að svo komnu. Þeir listamenn sem fram munu koma eru: 18. marsHalli ReynisHveragerðiskirkjaklukkan 21:0008. aprílValgeir GuðjónssonHveragerðiskirkjaklukkan 21:0022. aprílFabúlaHveragerðiskirkjaklukkan 21:0006. maíKK og EllenHveragerðiskirkjaklukkan 21:0020. maíEyfi og StefánSelfosskirkjaklukkan 21:0003. júníHljómsveitin HjálmarHveragerðiskirkjaklukkan 21:00 Tónleikar Eyfa og Stefáns Hilmarssonar verða haldnir í Selfosskirkju, í samvinnu við menningarhátíðina "Vor í Árborg" sem fram fer helgina 20. til 22. maí n.k. Skipulagning þeirrar hátíðar stendur nú yfir. Hótel Örk verður með tilboð í tengslum við alla tónleikana þar sem gisting með morgunverði og tónleikamiði kostar 4.900 krónur fyrir manninn í tvíbýli.Tónleikar Halla Reynis fara fram í Hveragerðiskirkju. Kirkjan stendur á Sandhóli og gnæfir tignarleg yfir bæinn. Jörundur Pálsson arkitekt við embætti Húsameistara ríkisins teiknaði kirkjuna. Steindur kórgluggi er verk Höllu Haraldsdóttur, glerlistakonu. Stílfærð Kristsmynd er uppistaða myndarinnar, en litir og form vísa til jarðhita, gufu, blóma og gróanda umhverfisins. Efst tákna stjarna og kross birtu vonar og hinn helga kross og að Hveragerði er á krossgötum í þjóðbraut. Krossaumað veggteppi er gert eftir frummynd í Þjóðmynjasafni og sýnir atburði úr Mósebókum. Bænaljósastjaki og tveir sex ljósa stjakar í kór eru minningargjafir. Sunnan við kirkjuna er gott útsýni yfir Hverasvæðið í hjarta bæjarins.MYND/Vísir
Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira