Lífið

Michael Jackson að bilast?

Vinir Michaels Jacksons hafa nú áhyggjur af því að poppgoðið sé að bilast, samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla. Þessar fregnir berast eftir að hann mætti fyrir dóm í Santa Maria í Kaliforníu í gær í náttfötum. Vinirnir eru sagðir hafa af því áhyggjur að Jackson gæti framið sjálfsmorð en hann glímir ekki einungis við erfið réttarhöld vegna meints barnaníðingsháttar heldur er hann sagður nærri gjaldþroti. Starfsfólk á Neverland-búgarði hans eru sagt ætla að hætta að mæta til vinnu þar sem það hefur ekki fengið greidd laun um hríð. Að sama skapi er sagt að verjandi Jacksons hafi ekki fengið greidd laun í þrjá mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.