Erlent

Saka BBC um nornaveiðar

Múslímaráð Bretlands, stærstu samtök múlíma í Bretlandi, saka breska ríkissjónvarpið um að standa fyrir nornaveiðum gegn múlímum í fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýna á í kvöld. Þar er vilji Múslímaráðsins til að takast á við öfgasinna í samfélögum múslíma dreginn í efa. Sakar Múslímaráðið aðstandendur þáttarins um að reyna að rægja ráðið og lítilsvirða viðleitni þess til að fá múslíma til að taka þátt í stjórnmálastarfi í Bretlandi. Forsvarsmenn BBC vísa gagnrýninni á bug og segja aðstandendur Panorama-þáttanna hafa rætt við nokkra talsmenn múslíma sem telji Múslímaráðið í afneitun og að innan ráðsins breiði sumir valdamenn út að íslam sé æðri lögum í Bretlandi. Fréttaskýringarþátturinn er sýndur aðeins viku eftir að dagblaðið Observer greindi frá því að leiðtogar í Múslímaráðinu og einhverjir samstarfsmenn þeirra tengdust öfgamönnum í Pakistan, en heitar umræður hafa verið í Bretlandi um íslamska öfgastefnu í kjölfar hryðjuverkaárásanna 7. og 21. júlí síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×