Frá leiksigri til uppsagnar 26. febrúar 2005 00:01 Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. Á opnum starfsmannafundi í Þjóðleikhúsinu í gær var tilkynnt að losa ætti tíu af þrjátíu og þremur fastráðningarsamningum við leikhúsið fyrir 1. mars. Í yfirlýsingu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra segir að fastráðningarsamningar leikara við húsið séu að mörgu leyti óheppilegir fyrir hið listræna starf. Ákveðið hafi verið að segja upp samningum við þá tíu sem skemmst hafi starfað við húsið. Leikarar af yngri kynslóðinni sem fréttastofan ræddi við í dag segja að með aðgerðum þjóðleikhússtjóra sé verið að skjóta niður framlínu leikhússins; það sé einfaldlega óverjandi að segja upp Edith Piaf, Lilla klifurmús og Mikka ref svo fáeinir séu nefndir. Tinna segir að enn sé ekki búið að segja neinum upp og uppsagnirnar miðist reyndar við 1. september. Auk þess sé hún búin að lýsa því yfir að hún vilji gjarnan semja aftur við þetta fólk þannig að listrænt sé hún ekki að hafna einum né neinum. Meðal leikaranna sem í hlut eiga gætir mikillar óánægju. Viðmælendur úr þeirra röðum segja það óverjandi rekstur á fyrirtæki að segja upp besta starfsfólkinu. Það sé allt eins líklegt að hluti þeirra hætti nú hjá Þjóðleikhúsinu. Tinna segist átta sig á því að hún sé að taka áhættu en vonast til þess að geta ráðið flesta leikarana aftur á styttri samningum. Aðspurð hvort ekki hefði verið einfaldara að segja strax hverjir þarna eigi í hlut segist Tinna ekki telja að henni beri nokkur skylda til þess sem stjórnandi stofnunarinnar að gefa það upp. Leikararnir geti sjálfir tekið ákvörðun um það hvort þeir segi frá uppsögn sinni opinberlega. Leikarar í hópi þeirra sem sagt verður upp segjast ekki síst óánægðir með það hvernig hafi verið staðið að málum. Boðað hafi verið til fundarins í gær með þeim formerkjum að ræða ætti ráðningar við leikhúsið. Segja þeir að nær hefði verið að tala fyrst við þá sem í hlut ættu. Leikararnir ætla að funda strax eftir helgi. ... Fréttir Innlent Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Sjá meira
Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. Á opnum starfsmannafundi í Þjóðleikhúsinu í gær var tilkynnt að losa ætti tíu af þrjátíu og þremur fastráðningarsamningum við leikhúsið fyrir 1. mars. Í yfirlýsingu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra segir að fastráðningarsamningar leikara við húsið séu að mörgu leyti óheppilegir fyrir hið listræna starf. Ákveðið hafi verið að segja upp samningum við þá tíu sem skemmst hafi starfað við húsið. Leikarar af yngri kynslóðinni sem fréttastofan ræddi við í dag segja að með aðgerðum þjóðleikhússtjóra sé verið að skjóta niður framlínu leikhússins; það sé einfaldlega óverjandi að segja upp Edith Piaf, Lilla klifurmús og Mikka ref svo fáeinir séu nefndir. Tinna segir að enn sé ekki búið að segja neinum upp og uppsagnirnar miðist reyndar við 1. september. Auk þess sé hún búin að lýsa því yfir að hún vilji gjarnan semja aftur við þetta fólk þannig að listrænt sé hún ekki að hafna einum né neinum. Meðal leikaranna sem í hlut eiga gætir mikillar óánægju. Viðmælendur úr þeirra röðum segja það óverjandi rekstur á fyrirtæki að segja upp besta starfsfólkinu. Það sé allt eins líklegt að hluti þeirra hætti nú hjá Þjóðleikhúsinu. Tinna segist átta sig á því að hún sé að taka áhættu en vonast til þess að geta ráðið flesta leikarana aftur á styttri samningum. Aðspurð hvort ekki hefði verið einfaldara að segja strax hverjir þarna eigi í hlut segist Tinna ekki telja að henni beri nokkur skylda til þess sem stjórnandi stofnunarinnar að gefa það upp. Leikararnir geti sjálfir tekið ákvörðun um það hvort þeir segi frá uppsögn sinni opinberlega. Leikarar í hópi þeirra sem sagt verður upp segjast ekki síst óánægðir með það hvernig hafi verið staðið að málum. Boðað hafi verið til fundarins í gær með þeim formerkjum að ræða ætti ráðningar við leikhúsið. Segja þeir að nær hefði verið að tala fyrst við þá sem í hlut ættu. Leikararnir ætla að funda strax eftir helgi. ...
Fréttir Innlent Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Sjá meira