Innlent

Sigur Rós syngur á íslensku

Upptökum á nýrri geislaplötu hljómsveitarinnar Sigur Rósar er lokið en þær hafa staðið með hléum síðasta eina og hálfa árið. Upptökur fóru fram í hljóðveri hljómsveitarinnar í Mosfellsbæ en lokafrágangur í New York. Er áætlað að platan komi út í september. Flest lög hennar eru sungin á íslensku en nokkur eru á vonlensku - málinu sem Jónsi söngvari bjó til og söng á síðustu plötu sem kom út 2002. Var sú nafnlaus og lögin á henni einnig. Nýja platan er sögð ólík ónefndu plötunni en sverja sig frekar í ætt við Ágætis byrjun sem kom út árið 2000. Innan fárra daga hefst hljómleikaferð Sigur Rósar um Evrópu, Japan og Ástralíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×