Innlent

Sviftivindasamt víða um land

Það er mjög sviftivindasamt víða um land og vill Umferðarstofa beina þeim tilmælum til ökumanna, og þá sérstaklega þeirra sem að eru með eftirvagna, að halda löglegum hraða. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarfulltrúa slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu gengur umferðin yfirleitt vel fyrir sig og það virðist ekki vera mikið um framúrakstur Það er mjög mikilvægt að þeir ökumenn sem þurfa að fara hægar en sem nemur hámarkshraða, víki vel fyrir umferð sem fer framúr. Þess skal jafnframt getið að lögreglan er með öflugt eftirlit á vegum landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×