Kári hyggst kæra stjórnir LÍ og LR vegna greinar 2. nóvember 2005 19:52 Kári Stefánsson hyggst kæra stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til siðanefndar lækna fyrir að fjarlægja ekki grein Jóhanns Tómassonar læknis af vefútgáfu læknablaðsins. Í greininni deilir Jóhann hart á Kára. Jóhann Tómasson segir meðal annars í grein sinni í læknablaðinu að dómgreindarleysi hafi verið að ráða Kára Stefánsson í afleysingar á taugadeild landsspítlans. Hluti ritstjórnar læknablaðsins hefur boðað uppsögn vegna birtingar greinarinnar. Ábyrgðarmaður blaðsins segir aftur á móti greinina vera ábyrgð þess sem hana skrifaði. Kári Stefánsson segir að í sjálfu sér sé hann ekkert sérstaklega ósáttur við að Jóhann skrifi um hann grein. Hann hafi gert það oft á síðustu árum. Það sem trufli hann hins vegar sé að greinin birtist í fagriti læknafélagsins, Læknablaðinu, og í greininni sé vegið að starfsheiðri hans á þann hátt sem kveðið sé á um í siðareglum lækna að eigi ekki að gera. Kári segir að ef læknir hefur eitthvað út á annan lækni að setja eigi það að fara í ákveðinn farveg og að sá farvegur sé ekki Læknablaðið. Kári segir ábyrgðamann Læknablaðsins hafa vísvitandi ákveðið að birta grein sem brjóti í bága við þær siðareglur sem honum beri að fara eftir. Hann ætli að fara fram á afsökunarbeiðni vegna þess að hann telji það óheppilegt að verið sé að vega að starfsheiðri hans á þennan hátt. Þá líti hann á þetta sem fordæmi sem beri að forðast. Kári segist ekki vita til þess að venja hafi verið að birta greinar sem þessar í Læknablaðinu. Hann vill fá afsökunarbeiðni fá Læknafélagi Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur fyrir birtingu greinarinnar og að greinin verði tekin út af netútgáfu blaðsins. Stjórnin neitar þessu og hyggst Kári kæra málið til siðanefndar lækna. Aðspurður um þá ásökun Jóhanns um að hann hafi ekki tilskilin leyfi til lækninga segir Kári að Landlæknisembættið hafi þegar verið spurt um málið og sagt að hann hafi lækningaleyfi. Hann hafi leyfi sem sérfræðingur í taugalækningum og taugameinafræði og hann hafi unnið við það svo áratugum skipti. Hann telji því að Jóhann hafi farið svolítið út fyrir mörkin í grein sinni. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Kári Stefánsson hyggst kæra stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til siðanefndar lækna fyrir að fjarlægja ekki grein Jóhanns Tómassonar læknis af vefútgáfu læknablaðsins. Í greininni deilir Jóhann hart á Kára. Jóhann Tómasson segir meðal annars í grein sinni í læknablaðinu að dómgreindarleysi hafi verið að ráða Kára Stefánsson í afleysingar á taugadeild landsspítlans. Hluti ritstjórnar læknablaðsins hefur boðað uppsögn vegna birtingar greinarinnar. Ábyrgðarmaður blaðsins segir aftur á móti greinina vera ábyrgð þess sem hana skrifaði. Kári Stefánsson segir að í sjálfu sér sé hann ekkert sérstaklega ósáttur við að Jóhann skrifi um hann grein. Hann hafi gert það oft á síðustu árum. Það sem trufli hann hins vegar sé að greinin birtist í fagriti læknafélagsins, Læknablaðinu, og í greininni sé vegið að starfsheiðri hans á þann hátt sem kveðið sé á um í siðareglum lækna að eigi ekki að gera. Kári segir að ef læknir hefur eitthvað út á annan lækni að setja eigi það að fara í ákveðinn farveg og að sá farvegur sé ekki Læknablaðið. Kári segir ábyrgðamann Læknablaðsins hafa vísvitandi ákveðið að birta grein sem brjóti í bága við þær siðareglur sem honum beri að fara eftir. Hann ætli að fara fram á afsökunarbeiðni vegna þess að hann telji það óheppilegt að verið sé að vega að starfsheiðri hans á þennan hátt. Þá líti hann á þetta sem fordæmi sem beri að forðast. Kári segist ekki vita til þess að venja hafi verið að birta greinar sem þessar í Læknablaðinu. Hann vill fá afsökunarbeiðni fá Læknafélagi Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur fyrir birtingu greinarinnar og að greinin verði tekin út af netútgáfu blaðsins. Stjórnin neitar þessu og hyggst Kári kæra málið til siðanefndar lækna. Aðspurður um þá ásökun Jóhanns um að hann hafi ekki tilskilin leyfi til lækninga segir Kári að Landlæknisembættið hafi þegar verið spurt um málið og sagt að hann hafi lækningaleyfi. Hann hafi leyfi sem sérfræðingur í taugalækningum og taugameinafræði og hann hafi unnið við það svo áratugum skipti. Hann telji því að Jóhann hafi farið svolítið út fyrir mörkin í grein sinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira