Hemmi stýrir stofukarókí 3. mars 2005 00:01 Það var lagið nefnist nýr þáttur sem væntanlegur er á skjáinn þann 25. mars. Það er sjálfur Hermann Gunnarsson sem stýrir þættinum eða Hemmi Gunn eins og hann er svo gjarnan kallaður. "Hemmi er í fullu fjöri og við trúum því að hann muni gera þættinum afar gott. Það er mikill fengur að fá kallinn í sjónvarpið aftur og okkur fannst hugmyndin passa svona líka vel fyrir hann," segir Heimir Jónasson, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, um nýja þáttinn. "Hugmyndin að þættinum varð til á írskum bar þegar langt var liðið á nóttu og gestirnir farnir að tínast út. Það voru tveir píanóleikarar á staðnum og allir í fínum fíling eins og oft þegar liðið er á kvöldið. Svo fór fólkið að henda orðum og setningum í píanóleikarana og skoruðu á þá að spila þekkt lög út frá orðunum. Þetta var kveikjan að hugmyndinni, sem var þróuð fyrir sjónvarp og hefur slegið í gegn úti um allan heim. Ísland er fertugasta landið sem tekur þáttinn til sýningar." Að sögn Heimis er þátturinn hin mesta skemmtun fyrir fjölskyldur og vinahópa og upplagður til þess að sitja saman yfir og skemmta sér á góðu kvöldi. "Fólk þarf ekki að örvænta þó Idol sé að yfirgefa skjáinn því þessi þáttur tekur við hlutverki Idols, sem hefur verið að skapa skemmtilegt sjónvarpskvöld fyrir áhorfendur." Jón Ólafsson og píanóleikararnir Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson koma allir við sögu í þættinum, sem og hljómsveitin Buff. "Báðir píanóleikararnir hafa með sér tvo gesti svo að úr verða tvö lið. Liðið sem byrjar velur sér tölu og fyrir aftan töluna er orð. Út frá orðinu á liðið að finna eitthvert lag og svo þróast leikurinn áfram út frá þessu. Þarna myndast frábær stemmning og lagatextinn birtist á skjánum þegar lögin eru sungin. Þetta gefur fólki færi á að syngja með heima svo í rauninni myndast um leið eins konar stofukarókí. Hemmi smellpassar inn í þetta allt saman þar sem hann er söngelskur maður og afburðahress eins og allir vita." Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Það var lagið nefnist nýr þáttur sem væntanlegur er á skjáinn þann 25. mars. Það er sjálfur Hermann Gunnarsson sem stýrir þættinum eða Hemmi Gunn eins og hann er svo gjarnan kallaður. "Hemmi er í fullu fjöri og við trúum því að hann muni gera þættinum afar gott. Það er mikill fengur að fá kallinn í sjónvarpið aftur og okkur fannst hugmyndin passa svona líka vel fyrir hann," segir Heimir Jónasson, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, um nýja þáttinn. "Hugmyndin að þættinum varð til á írskum bar þegar langt var liðið á nóttu og gestirnir farnir að tínast út. Það voru tveir píanóleikarar á staðnum og allir í fínum fíling eins og oft þegar liðið er á kvöldið. Svo fór fólkið að henda orðum og setningum í píanóleikarana og skoruðu á þá að spila þekkt lög út frá orðunum. Þetta var kveikjan að hugmyndinni, sem var þróuð fyrir sjónvarp og hefur slegið í gegn úti um allan heim. Ísland er fertugasta landið sem tekur þáttinn til sýningar." Að sögn Heimis er þátturinn hin mesta skemmtun fyrir fjölskyldur og vinahópa og upplagður til þess að sitja saman yfir og skemmta sér á góðu kvöldi. "Fólk þarf ekki að örvænta þó Idol sé að yfirgefa skjáinn því þessi þáttur tekur við hlutverki Idols, sem hefur verið að skapa skemmtilegt sjónvarpskvöld fyrir áhorfendur." Jón Ólafsson og píanóleikararnir Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson koma allir við sögu í þættinum, sem og hljómsveitin Buff. "Báðir píanóleikararnir hafa með sér tvo gesti svo að úr verða tvö lið. Liðið sem byrjar velur sér tölu og fyrir aftan töluna er orð. Út frá orðinu á liðið að finna eitthvert lag og svo þróast leikurinn áfram út frá þessu. Þarna myndast frábær stemmning og lagatextinn birtist á skjánum þegar lögin eru sungin. Þetta gefur fólki færi á að syngja með heima svo í rauninni myndast um leið eins konar stofukarókí. Hemmi smellpassar inn í þetta allt saman þar sem hann er söngelskur maður og afburðahress eins og allir vita."
Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira