Sjónarspilið á stjórnmálasviðinu 3. mars 2005 00:01 Spuni og stjórnmál - Hörður Bergmann Við erum alltaf að kynnast nýjum dráttum í vefnaði þeirra sem spinna áróðurstjöldin fyrir þá sem standa á sviði stjórnmálabaráttunnar. Við blasir t.d. hve vel tókst að beina þeirri athygli, sem flokksþing Framsóknarflokksins fékk, að tilbúnu átakamáli þannig að raunveruleg vandamál innan flokksins og úti í samfélaginu lentu utan sterkustu kastljósanna. Eftir að ályktun um málið var orðin nógu merkingarsnauð til þess að hljóta samhljóða samþykki var hún túlkuð þannig í orðum forystumanna og uppslætti fjölmiðla að nú hefðu orðið tímamót, flokkurinn héldi vöku sinni eins og fyrri daginn og hefði unnið mikinn sigur. Málsvarar valdaflokkanna á Íslandi og spunameistarar þeirra hafa fjölbreytt og vaxandi verkefni við að glíma. Þau vandasömustu spretta af tilhneigingu þeirra til að gera annað en fjöldinn virðist vilja þegar gerðar eru skoðanakannanir. Þá er um að gera að finna nýjar tengingar sem breyta viðhorfunum, skapa traust, vitna um góðvilja og skírskota til öryggiskenndarinnar. Við þekkjum dæmin. Stundum eru þau auðskilin og áþreifanleg, hitta beint í hjartastað: Ágóðann af sölu Landssímans skal nota til þess að byggja hátæknisjúkrahús. Stundum eru falleg, traustvekjandi orð endurtekin án þess að ljóst verði hvað á að gera: Um stjórnun fiskveiða skal leita sátta/hafa náðst sættir. Stundum er hreinum útúrsnúningi ætlað að skapa ugg og styrkja stöðu valdakerfisins hjá þjóð sem aldrei hefur fengið tækifæri til að útkljá örlagarík átakamál í þjóðaratkvæðagreiðslu: Málskotsréttur forsetans er ógnun við þingræðið! Og svo er það hin sígilda og margnotaða brella sem beitt er þegar afla þarf fjöldafylgis: Nú er svigrúm til skattalækkana. Samhliða eflingu blekkingariðnaðarins í heimi stjórnmálanna eykst þörfin á kaldri og klárri greiningu á afurðum hans. Athuga hvað hangir á spýtunni. Að öðrum kosti heldur lýðræði í landinu áfram að hnigna. Það er vitaskuld freistandi að ganga inn í kjörklefann í þeirri trú að maður geti lækkað skattana sína með atkvæðaseðlinum. En er það eftirsóknarvert á tímum þrenginga í skóla- og heilbrigðiskerfinu? Tímum sem þrengja svo að ungu fjölskyldunum, sem eru að koma sér fyrir í þjóðfélaginu, að ævin endist varla til að borga húsnæðis- og námsskuldir? Með því að skoða betur samhengi hlutanna grillir í meira af frummynd veruleikans. Svigrúm til skattalækkana reynist ekkert ef það er skilgreint sem mismunur á þeim tekjum sem það opinbera fær og kostnaði við rekstur sem meirihluti þjóðarinnar vill að ríki og sveitarfélög annist. Og svo verðum við að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir elti ekki gagnrýnislaust söguþráð sem rekja má til spunaverkstæða valdhafanna. Leggi sig fram við að greina hvað er á bak við orðin, hvort ályktanir standist og hvaða hagsmuna er verið að gæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Spuni og stjórnmál - Hörður Bergmann Við erum alltaf að kynnast nýjum dráttum í vefnaði þeirra sem spinna áróðurstjöldin fyrir þá sem standa á sviði stjórnmálabaráttunnar. Við blasir t.d. hve vel tókst að beina þeirri athygli, sem flokksþing Framsóknarflokksins fékk, að tilbúnu átakamáli þannig að raunveruleg vandamál innan flokksins og úti í samfélaginu lentu utan sterkustu kastljósanna. Eftir að ályktun um málið var orðin nógu merkingarsnauð til þess að hljóta samhljóða samþykki var hún túlkuð þannig í orðum forystumanna og uppslætti fjölmiðla að nú hefðu orðið tímamót, flokkurinn héldi vöku sinni eins og fyrri daginn og hefði unnið mikinn sigur. Málsvarar valdaflokkanna á Íslandi og spunameistarar þeirra hafa fjölbreytt og vaxandi verkefni við að glíma. Þau vandasömustu spretta af tilhneigingu þeirra til að gera annað en fjöldinn virðist vilja þegar gerðar eru skoðanakannanir. Þá er um að gera að finna nýjar tengingar sem breyta viðhorfunum, skapa traust, vitna um góðvilja og skírskota til öryggiskenndarinnar. Við þekkjum dæmin. Stundum eru þau auðskilin og áþreifanleg, hitta beint í hjartastað: Ágóðann af sölu Landssímans skal nota til þess að byggja hátæknisjúkrahús. Stundum eru falleg, traustvekjandi orð endurtekin án þess að ljóst verði hvað á að gera: Um stjórnun fiskveiða skal leita sátta/hafa náðst sættir. Stundum er hreinum útúrsnúningi ætlað að skapa ugg og styrkja stöðu valdakerfisins hjá þjóð sem aldrei hefur fengið tækifæri til að útkljá örlagarík átakamál í þjóðaratkvæðagreiðslu: Málskotsréttur forsetans er ógnun við þingræðið! Og svo er það hin sígilda og margnotaða brella sem beitt er þegar afla þarf fjöldafylgis: Nú er svigrúm til skattalækkana. Samhliða eflingu blekkingariðnaðarins í heimi stjórnmálanna eykst þörfin á kaldri og klárri greiningu á afurðum hans. Athuga hvað hangir á spýtunni. Að öðrum kosti heldur lýðræði í landinu áfram að hnigna. Það er vitaskuld freistandi að ganga inn í kjörklefann í þeirri trú að maður geti lækkað skattana sína með atkvæðaseðlinum. En er það eftirsóknarvert á tímum þrenginga í skóla- og heilbrigðiskerfinu? Tímum sem þrengja svo að ungu fjölskyldunum, sem eru að koma sér fyrir í þjóðfélaginu, að ævin endist varla til að borga húsnæðis- og námsskuldir? Með því að skoða betur samhengi hlutanna grillir í meira af frummynd veruleikans. Svigrúm til skattalækkana reynist ekkert ef það er skilgreint sem mismunur á þeim tekjum sem það opinbera fær og kostnaði við rekstur sem meirihluti þjóðarinnar vill að ríki og sveitarfélög annist. Og svo verðum við að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir elti ekki gagnrýnislaust söguþráð sem rekja má til spunaverkstæða valdhafanna. Leggi sig fram við að greina hvað er á bak við orðin, hvort ályktanir standist og hvaða hagsmuna er verið að gæta.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar