Innlent

Þrír handteknir í Leifsstöð

Bandarískur karlmaður af filippískum ættum var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness til 21. júlí þar sem hann er grunaður um að hafa ætlað að smygla tveimur Kínverjum, konu og karli til Bandaríkjanna. Kínverjarnir voru með fölsuð japönsk skilríki en fylgdarmaðurinn er með bandarískt vegabréf. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli handtók fólkið í dag þegar þau voru á leið til Bandaríkjanna, en þau höfðu dvalið á Íslandi í tvo daga. Grunur leikur á að fólkið sem maðurinn fylgdi  hafi búið í Þýskalandi um árabil. Kínverska parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×