Innlent

Þjappar þjóðum saman

Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkin í London. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á lýðræðisleg gildi hins frjálsa heims. Hann segir að þessi atburður muni þjappa þjóðum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Halldór segir að árásin sé ekki aðeins árás á Breta heldur á öll þau lýðræðislegu gildi sem við stöndum fyrir. Nú sé aðalatriðið að allar þjóðir standi saman. Hann vonar að atburðurinn verði til þess að menn treysti böndin og standi betur saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Halldór segir að það skelfilega við þetta sé að frelsi einstaklinga muni minnka, fyrir utan þau mannslíf sem tekin voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×