Móðir náttúra er óblíð 1. september 2005 00:01 Algert upplausnarástand virðist ríkja á hamfarasvæðunum í sunnanverðum Bandaríkjunum. Gripdeildir og aðrir glæpir eru orðnir svo illviðráðanleg að sett hafa verið herlög í New Orleans til að stemma stigu við vargöldinni. Drykkjarvatn er á þrotum, 2,3 milljónir manna eru án rafmagns og hætta er talin á að sjúkdómar breiðist út. Margir mánuðir eru sagðir þangað til að íbúar New Orleans fái að snúa aftur til síns heima og í bænum Slidell í Loisiana er talið er að níutíu prósent íbúðarhúsa séu annað hvort mikið skemmd eða gjörónýt. Efnahagslegra áhrifa hamfaranna mun gæta um allan heim. Enn sem komið er hafa stjórnvöld verið treg til að gefa upp hversu margir hafa látið lífið en leggja þess í stað áherslu á björgunarstarfið. Vitað er að ellefu manns biðu bana í Flórída þegar Katrín gekk þar á land í síðustu viku og staðfest hefur verið að 185 hafi týnt lífi í Mississippi. Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, býr sig undir hið versta. "Við vitum af mörgum líkum fljótandi í vatninu og af öðrum látnum uppi á háaloftum. Ég óttast að í það minnsta hundruð hafi farist, líklegast þúsundir." @.mfyr:Jarðskjálftar og flóðbylgjur @megin:Síðustu árin hafa náttúrhamfarir af ýmsu tagi dunið yfir heiminn með tilheyrandi mannfalli og tjóni á munum. Eins og sjá má af meðfylgjandi korti eru jarðskjálftar eru sú tegund hamfara sem alvarlegastar afleiðingar hefur en flóð koma þar á eftir. Þegar þetta tvennt fer saman, jarðskjálftar og flóðbylgjur í kjölfar þeirra, verður skaðinn geigvænlegur. Þannig er jarðskjálftinn á Súmötru og flóðbylgjan í kjölfar hennar á öðrum degi jóla í fyrra einhverjar verstu náttúruhamfarir sögunnar, ríflega þrjú hundruð þúsund manns týndu lífi í þeim hörmungum. Flóð eru nánast árviss viðburður í sunnanverðri Asíu þegar monsúnrigningarnar standa yfir. Hið sama má segja um fellibylji sem ganga inn á Mexíkóflóa af Atlantshafi, tugþúsundir hafa beðið bana í slíkum fárviðrum á undanförnum árum. Skýstrokkar, stórhríð og skógareldar valda jafnan miklum spjöllum en stórfellt manntjón er fátítt við slíkar aðstæður. Athygli vekur að fáir virðast hafa dáið í eldgosum á síðastliðnum árum og þarf að leita til ársins 1985 til að finna verulega mannskætt eldgos. Þá fórust 23.000 íbúar Armero-borgar þegar jökulhetta Nevado del Ruiz fjalls í Kólumbíu bráðnaði vegna goss og flæddi yfir bæinn. Hátt í hálf milljón manna hefur týnt lífi í þeim hörmungum sem hér hafa verið taldar en vitaskuld snarhækkar sú tala ef allar smærri hamfarir bætast við, svo ekki sé minnst á hungursneyðir og aðrar þrengingar sem af óáraninni getur leitt. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Algert upplausnarástand virðist ríkja á hamfarasvæðunum í sunnanverðum Bandaríkjunum. Gripdeildir og aðrir glæpir eru orðnir svo illviðráðanleg að sett hafa verið herlög í New Orleans til að stemma stigu við vargöldinni. Drykkjarvatn er á þrotum, 2,3 milljónir manna eru án rafmagns og hætta er talin á að sjúkdómar breiðist út. Margir mánuðir eru sagðir þangað til að íbúar New Orleans fái að snúa aftur til síns heima og í bænum Slidell í Loisiana er talið er að níutíu prósent íbúðarhúsa séu annað hvort mikið skemmd eða gjörónýt. Efnahagslegra áhrifa hamfaranna mun gæta um allan heim. Enn sem komið er hafa stjórnvöld verið treg til að gefa upp hversu margir hafa látið lífið en leggja þess í stað áherslu á björgunarstarfið. Vitað er að ellefu manns biðu bana í Flórída þegar Katrín gekk þar á land í síðustu viku og staðfest hefur verið að 185 hafi týnt lífi í Mississippi. Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, býr sig undir hið versta. "Við vitum af mörgum líkum fljótandi í vatninu og af öðrum látnum uppi á háaloftum. Ég óttast að í það minnsta hundruð hafi farist, líklegast þúsundir." @.mfyr:Jarðskjálftar og flóðbylgjur @megin:Síðustu árin hafa náttúrhamfarir af ýmsu tagi dunið yfir heiminn með tilheyrandi mannfalli og tjóni á munum. Eins og sjá má af meðfylgjandi korti eru jarðskjálftar eru sú tegund hamfara sem alvarlegastar afleiðingar hefur en flóð koma þar á eftir. Þegar þetta tvennt fer saman, jarðskjálftar og flóðbylgjur í kjölfar þeirra, verður skaðinn geigvænlegur. Þannig er jarðskjálftinn á Súmötru og flóðbylgjan í kjölfar hennar á öðrum degi jóla í fyrra einhverjar verstu náttúruhamfarir sögunnar, ríflega þrjú hundruð þúsund manns týndu lífi í þeim hörmungum. Flóð eru nánast árviss viðburður í sunnanverðri Asíu þegar monsúnrigningarnar standa yfir. Hið sama má segja um fellibylji sem ganga inn á Mexíkóflóa af Atlantshafi, tugþúsundir hafa beðið bana í slíkum fárviðrum á undanförnum árum. Skýstrokkar, stórhríð og skógareldar valda jafnan miklum spjöllum en stórfellt manntjón er fátítt við slíkar aðstæður. Athygli vekur að fáir virðast hafa dáið í eldgosum á síðastliðnum árum og þarf að leita til ársins 1985 til að finna verulega mannskætt eldgos. Þá fórust 23.000 íbúar Armero-borgar þegar jökulhetta Nevado del Ruiz fjalls í Kólumbíu bráðnaði vegna goss og flæddi yfir bæinn. Hátt í hálf milljón manna hefur týnt lífi í þeim hörmungum sem hér hafa verið taldar en vitaskuld snarhækkar sú tala ef allar smærri hamfarir bætast við, svo ekki sé minnst á hungursneyðir og aðrar þrengingar sem af óáraninni getur leitt.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira