Sport

Mourinho undir smásjánni

Jose Mourinho og John Terry hjá Chelsea eru undir smásjánni hjá enska knattspyrnusambandinu eftir leik liðsins við Manchester United á dögunum. Mourinho sakaði United um svindl en Terry gerði harða hríð að dómara leiksins, Neale Barry. Mourinho sagði að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hefði haft áhrif á Barry í hálfleik liðanna. "Eftir leikhlé þá var bara flautað og flautað, vitleysa á eftir vitleysu og svindl á eftir svindli," sagði Mourinho, ósáttur með öllu. Knattspyrnusambandið rannskakar nú málið en þess má geta að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var sektaður um 15 þúsund pund eftir að hafa kallað Ruud Van Nistelrooy svindlara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×