Konur vilja bara kortér 14. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Rekkjusögur úr Reykjavík, pistill Katrínar Rutar, eru á sínum stað og nú kemur hún upp um misskilning karla varðandi kynlífstíma. Eftir mikla athugun og kannanir komst hún að því að það er álit flestra kvenna að ekkert sé verra en að hjakkast klukkutímum saman. Ég er með fréttir. Fréttir sem munu hrista upp í mannkyninu. Konur andvarpa af feginleik og karlmenn klóra sér í hausnum og velta því fyrir sér hvernig svona stór misskilningur gat verið við lýði allan þennan tíma. Jæja, allir reiðubúnir fyrir stund sannleikans? Haldið ykkur fast; Konur vilja ekki langar samfarir svo hættið að hjakkast kæru karlmenn! Eyðið frekar tímanum í að leita að dularfulla G- blettinum eða skrifa stafrófið með tungunni en að þjösnast út í það óendanlega. Ég var nefnilega farin að halda að ég væri eitthvað skrítin, kynköld jafnvel, því mér fannst þetta hreinlega leiðigjarnt – innútinnútinnútinnút – endalaust. Svo fór ég að brydda upp á þessu málefni við kynsystur mínar á öllum aldri og þær voru sammála mér, allar sem ein! Við vorum líka sammála um að það sem kemur á undan má alveg taka tíma, káf og kelerí, knús á eftir er alltaf plús, en hin eiginlega athöfn... Eftir vissan tíma erum við flestar farnar spá í hluti einsog "hefði ég kannski átt að mála herbergið rautt.. hmmm" eða "jiminn, er hann loðinn á bakinu?". Þetta fer vitanlega eftir stemmningu hvert skipti fyrir sig en það að karlmenn kaupi alls kyns varning til að fresta sáðláti og hengi mynd af Guggu gömlu frænku fyrir ofan rúmstokkinn er bara kjánalegt, leyfið þessu bara að koma og svo er alltaf hægt að gera það aftur... Og aftur... Mér eru minnisstæð viðtöl sem voru birt í tímariti sem er gefið út hér á landi. Ein spurningin var: "oft og stutt eða sjaldan og lengi?" Undantekningarlaust var svarað "oft og lengi". Ha? Eru allir Íslendingar kynlífsbrjálæðingar? Á maður að vera upp í rúmi allan sólarhringinn? Frekar kýs ég marga sjortara, það er miklu meira fútt í þeim. Það eru nefnilega þessar fyrstu mínútur sem eru langbestar, þegar þetta er komið mikið framyfir hálftímann langar mig stundum að garga "gubbaðu þessu útúr þér félagi, ég má bara ekki vera að þessu, svo langar mig líka til að geta gengið á morgun!" Ég eyddi nokkrum tíma í að reyna að komast að því hvað veldur þessum ranghugmyndum hjá karlmönnum, að okkur þyki gott að hafa einhvern aðskotahlut inni í okkur svo tímunum skipti og komst bara að einni rökréttri niðurstöðu. Klám. Það er klámið sem er búið að koma þessari firru fyrir í hugum karlmanna. Í klámmyndum eru karlmenn óþrjótandi maskínur sem aldrei fá nóg og geta haldið sprellanum í stuði að eilífu og konurnar fá heldur ekki nóg af þessum kynlífsgoðum, það er sama hvernig þeim er snúið, hversu margir þátttakendur eru og hvað er við þær gert, þær öskra bara á meira og meira... Í raunveruleikanum er þetta bara ekki svona. Ef svo væri mætti líka gera ráð fyrir því að allar konur væru með sílikon, aflitað hár á hausnum og engin hár annars staðar og gerðu það aldrei nema skella á sig glossi og gerviaugnhárum og í pinnahæla áður. Kynlíf er bara svo mikið meira en fyrrnefnt "innútinnútinnút". Það er líklega langur vegur í það að karlmenn skilji fullkomlega þarfir okkar kvennanna þó að sumir séu vissulega lengra komnir en aðrir. Einhver ástæða hlýtur samt að liggja á bakvið það sem fróðir menn segja, að kynlíf lesbía sé besta og einlægasta kynlíf sem hægt sé að hugsa sér! Mér finnst súkkulaði voðalega gott. Súkkulaðibiti getur læknað öll mein. En ef ég ætti að borða fjögur King-size Snickers í einu væri ég ekki lengi að fá ógeð. Allt er gott – í hófi! Menning Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Rekkjusögur úr Reykjavík, pistill Katrínar Rutar, eru á sínum stað og nú kemur hún upp um misskilning karla varðandi kynlífstíma. Eftir mikla athugun og kannanir komst hún að því að það er álit flestra kvenna að ekkert sé verra en að hjakkast klukkutímum saman. Ég er með fréttir. Fréttir sem munu hrista upp í mannkyninu. Konur andvarpa af feginleik og karlmenn klóra sér í hausnum og velta því fyrir sér hvernig svona stór misskilningur gat verið við lýði allan þennan tíma. Jæja, allir reiðubúnir fyrir stund sannleikans? Haldið ykkur fast; Konur vilja ekki langar samfarir svo hættið að hjakkast kæru karlmenn! Eyðið frekar tímanum í að leita að dularfulla G- blettinum eða skrifa stafrófið með tungunni en að þjösnast út í það óendanlega. Ég var nefnilega farin að halda að ég væri eitthvað skrítin, kynköld jafnvel, því mér fannst þetta hreinlega leiðigjarnt – innútinnútinnútinnút – endalaust. Svo fór ég að brydda upp á þessu málefni við kynsystur mínar á öllum aldri og þær voru sammála mér, allar sem ein! Við vorum líka sammála um að það sem kemur á undan má alveg taka tíma, káf og kelerí, knús á eftir er alltaf plús, en hin eiginlega athöfn... Eftir vissan tíma erum við flestar farnar spá í hluti einsog "hefði ég kannski átt að mála herbergið rautt.. hmmm" eða "jiminn, er hann loðinn á bakinu?". Þetta fer vitanlega eftir stemmningu hvert skipti fyrir sig en það að karlmenn kaupi alls kyns varning til að fresta sáðláti og hengi mynd af Guggu gömlu frænku fyrir ofan rúmstokkinn er bara kjánalegt, leyfið þessu bara að koma og svo er alltaf hægt að gera það aftur... Og aftur... Mér eru minnisstæð viðtöl sem voru birt í tímariti sem er gefið út hér á landi. Ein spurningin var: "oft og stutt eða sjaldan og lengi?" Undantekningarlaust var svarað "oft og lengi". Ha? Eru allir Íslendingar kynlífsbrjálæðingar? Á maður að vera upp í rúmi allan sólarhringinn? Frekar kýs ég marga sjortara, það er miklu meira fútt í þeim. Það eru nefnilega þessar fyrstu mínútur sem eru langbestar, þegar þetta er komið mikið framyfir hálftímann langar mig stundum að garga "gubbaðu þessu útúr þér félagi, ég má bara ekki vera að þessu, svo langar mig líka til að geta gengið á morgun!" Ég eyddi nokkrum tíma í að reyna að komast að því hvað veldur þessum ranghugmyndum hjá karlmönnum, að okkur þyki gott að hafa einhvern aðskotahlut inni í okkur svo tímunum skipti og komst bara að einni rökréttri niðurstöðu. Klám. Það er klámið sem er búið að koma þessari firru fyrir í hugum karlmanna. Í klámmyndum eru karlmenn óþrjótandi maskínur sem aldrei fá nóg og geta haldið sprellanum í stuði að eilífu og konurnar fá heldur ekki nóg af þessum kynlífsgoðum, það er sama hvernig þeim er snúið, hversu margir þátttakendur eru og hvað er við þær gert, þær öskra bara á meira og meira... Í raunveruleikanum er þetta bara ekki svona. Ef svo væri mætti líka gera ráð fyrir því að allar konur væru með sílikon, aflitað hár á hausnum og engin hár annars staðar og gerðu það aldrei nema skella á sig glossi og gerviaugnhárum og í pinnahæla áður. Kynlíf er bara svo mikið meira en fyrrnefnt "innútinnútinnút". Það er líklega langur vegur í það að karlmenn skilji fullkomlega þarfir okkar kvennanna þó að sumir séu vissulega lengra komnir en aðrir. Einhver ástæða hlýtur samt að liggja á bakvið það sem fróðir menn segja, að kynlíf lesbía sé besta og einlægasta kynlíf sem hægt sé að hugsa sér! Mér finnst súkkulaði voðalega gott. Súkkulaðibiti getur læknað öll mein. En ef ég ætti að borða fjögur King-size Snickers í einu væri ég ekki lengi að fá ógeð. Allt er gott – í hófi!
Menning Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira