Sport

Biscan hetja Liverpool

Igor Biscan var hetja Liverpool er hann skoraði sigurmark liðsins undir lok leiksins gegn Bolton á Anfield í ensku úrvaldsdeildinni í dag. Djimi Traore sendi góðan bolta fyrir frá vinstri og þar kom Biscan aðsvífandi, hafði betur í skallaeinvígi við Tal Ben Haim og hamraði boltann á milli fóta Kevin Nolan og í netið, frábært mark hjá Króatanum. Ekki er þó hægt að segja að sigurinn hafi verið sannfærandi því liðin voru mjög áþekk. Bolton spilaði hart og reyndu að stöðva allt spil Liverpool í fæðingu. Liverpool, sem spilaði án eiginlegs framherja í dag, er nú aðeins einu stigi á eftir Everton í baráttu um fjórða og síðasta Meistaradeildar sætið, en þeir bláu eiga reyndar leik til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×