Mótmæltu lélegum stólum 22. janúar 2005 00:01 Hann hefur nú setið á valdastóli í tvo áratugi, bæði hjá ríki og borg. Færri vita hins vegar að fyrir 40 árum stóð Davíð Oddsson sjálfur í stríði við kerfið, þegar hann og fleiri nemendur í Gaggó Vest mótmæltu stólunum sem voru í skólastofunum. Nemendur töldu þá heilsuspillandi og draga úr námsárangri. Margir þjóðþekktir einstaklingar, sem hafa haft áhrif á íslenskt samfélag, voru í Gaggó Vest. Þetta var kynslóð sem lét í sér heyra og lá ekki á skoðunum sínum. Svona hljóðuðu til að mynda stólamótmæli nemenda í þriðja bekk í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar veturinn 1964-1965: „Vér undirritaðir nemendur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar mótmælum eindregið þeim stólum sem oss er ætlað að notast við í kennslustundum. Vér teljum stólana algerlega ónothæfa og skaðlega heilsu vorri, jafnframt því að þeir draga úr námsárangri nemenda. Þar að auki eyðileggjast föt meira eða minna vegna núnings við botnplötuna. Vér teljum að þar sem hver barnaskólinn á fætur öðrum fær nú ný og glæsileg húsakynni til afnota, búin þægilegum húsgögnum, að það sé alger óhæfa að jafn þýðingarmikill skóli og Gagnfræðaskóli Vesturbæjar skuli vera búinn svo óviðunandi húsbúnaði. Vér heitum því á forráðamenn skólanna að veita oss liðsinni í þessi máli með því að útvega skóla vorum endurbætta aðstöðu til náms." Þórður S. Gunnarsson, núverandi forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, skrifaði textann og meðal þeirra sem rita undir eru: Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur, Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, Helga Benediktsdóttir arkitekt og Snorri Þórisson kvikmyndagerðarmaður. En mótmælin báru ekki árangur og urðu nemendur að sætta sig við að nota gömlu, hörðu stólana áfram. Gunnlaugur Sigmundsson segir að hann muni vel eftir stólunum. Þeir hafi ekki verið þægilegir en stólarnir hafi verið heldur skárri þegar hann hafi komið í MR þótt ekki hafi þeir beinlínis verið góðir, en það segi sína sögu um stólana í Gaggó Vest. Aspurður hvort aðstaðan hafi haft áhrif á heilsu hans síðar á lífsleiðinni svarar Gunnlaugur því neitandi. „Að vísu hef ég verið slæmur í baki lengi og ég ætti kannski að fara í mál við ríkið út af þessu ef hægt er að sanna að þessir stólar hafi haft þessi áhrif á mig,“ segir Gunnlaugur í léttum tón. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Hann hefur nú setið á valdastóli í tvo áratugi, bæði hjá ríki og borg. Færri vita hins vegar að fyrir 40 árum stóð Davíð Oddsson sjálfur í stríði við kerfið, þegar hann og fleiri nemendur í Gaggó Vest mótmæltu stólunum sem voru í skólastofunum. Nemendur töldu þá heilsuspillandi og draga úr námsárangri. Margir þjóðþekktir einstaklingar, sem hafa haft áhrif á íslenskt samfélag, voru í Gaggó Vest. Þetta var kynslóð sem lét í sér heyra og lá ekki á skoðunum sínum. Svona hljóðuðu til að mynda stólamótmæli nemenda í þriðja bekk í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar veturinn 1964-1965: „Vér undirritaðir nemendur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar mótmælum eindregið þeim stólum sem oss er ætlað að notast við í kennslustundum. Vér teljum stólana algerlega ónothæfa og skaðlega heilsu vorri, jafnframt því að þeir draga úr námsárangri nemenda. Þar að auki eyðileggjast föt meira eða minna vegna núnings við botnplötuna. Vér teljum að þar sem hver barnaskólinn á fætur öðrum fær nú ný og glæsileg húsakynni til afnota, búin þægilegum húsgögnum, að það sé alger óhæfa að jafn þýðingarmikill skóli og Gagnfræðaskóli Vesturbæjar skuli vera búinn svo óviðunandi húsbúnaði. Vér heitum því á forráðamenn skólanna að veita oss liðsinni í þessi máli með því að útvega skóla vorum endurbætta aðstöðu til náms." Þórður S. Gunnarsson, núverandi forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, skrifaði textann og meðal þeirra sem rita undir eru: Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur, Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, Helga Benediktsdóttir arkitekt og Snorri Þórisson kvikmyndagerðarmaður. En mótmælin báru ekki árangur og urðu nemendur að sætta sig við að nota gömlu, hörðu stólana áfram. Gunnlaugur Sigmundsson segir að hann muni vel eftir stólunum. Þeir hafi ekki verið þægilegir en stólarnir hafi verið heldur skárri þegar hann hafi komið í MR þótt ekki hafi þeir beinlínis verið góðir, en það segi sína sögu um stólana í Gaggó Vest. Aspurður hvort aðstaðan hafi haft áhrif á heilsu hans síðar á lífsleiðinni svarar Gunnlaugur því neitandi. „Að vísu hef ég verið slæmur í baki lengi og ég ætti kannski að fara í mál við ríkið út af þessu ef hægt er að sanna að þessir stólar hafi haft þessi áhrif á mig,“ segir Gunnlaugur í léttum tón.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira