Lífið

Paradís fyrir börn

"Við gefum okkur út fyrir að vera barnaskemmtistaður," segir Erna Reynisdóttir framkvæmdarstjóri Veraldarinnar okkar í Smáralind. Auk þess sem börnum viðskiptavina Smáralindar er boðið upp á gæslu á meðan verslað er segir Erna barnaafmæli og bekkjapartý afar vinsæl enda staðurinn paradís fyrir börn.  "Afmælisveislurnar eru gríðalega vinsælar. Þetta eru tveggja tíma veislur þar sem hægt er að velja á milli pizzu- eða pylsupartýs og svo geta krakkarnir skemmt sér í tækjunum sem eru af ýmsum toga." Veröldin okkar er fyrir börn á aldrinum 2 til 12 ára en þau elstu geta haldið sín afmæli eða bekkjapartý eftir lokun Smáralindar. Þá er hægt að setja diskótekið í gang og krakkarnir mega koma með eigin tónlist. "Þeir sem koma hingað í afmæli vilja oft fá að halda upp á sitt afmæli hér. Börnin koma aftur og aftur enda eigum við fullt af skemmtilegum fastagestum. Við vorum til dæmis með einn 11 ára í gær sem var að halda hér upp á sitt þriðja afmæli í röð," segir Erna og bætir við að það sé mjög gaman að starfa með börnunum. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.