Innlent

Þýðingarsjóður úthlutar styrkjum

Þýðingarsjóður úthlutar í ár styrkjum til 60 verkefna að andvirði 12,5 milljóna króna, en alls sóttu 30 aðilar um styrki til 99 þýðingarverkefna. Hæsta styrkinn fékk bókaútgáfan Bjartur, 2,35 milljónir króna til ellefu verkefna, en þar eftir kom Edda - útgáfa með 1,8 milljónir króna til átta verkefna. Þá fékk JPV útgáfa 1450 þúsund krónur vegna sjö þýðingarverkefna og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag 1050 þúsund krónur hvor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×