Innlent

Varað við lausagöngu kinda

"Þær eru farnar að sýna sig á þjóðveginum og fólki vissara að hafa varann á þegar ekið er hér um," segir Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði. Slæm slys hafa orðið á þjóðveginum meðfram Höfn vegna lausagöngu sauðkindarinnar en bændur virðast lítið skeyta um að laga girðingar sínar til að koma í veg fyrir slíkt. Einnig styttist í að Almannaskarðsgöngin verði formlega opnuð fyrir umferð en Reynir segir að búið sé að girða af í kringum göngin og ættu kindurnar því ekki að komast þangað inn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×