Erlent

Aukin framleiðsla hefur ekki áhrif

MYND/Reuters
Olíuverð nálgast nú 56 dollara á fatið og er greinilegt að ákvörðun OPEC-ríkjanna í gær um að auka framleiðslu hefur engin áhrif haft á verð á mörkuðum. Verðið hefur til að mynda hækkað um tvo dollara á fatið á markaði í Bandaríkjunum í þessari viku. Sérfræðingar telja engar líkur á verðlækkun þar sem það jaðrar við olíuskorti. Það er þó ekki vegna þess að ekki er nægilega miklu dælt upp heldur þar sem olíuvinnslustöðvar hafa ekki undan að vinna olíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×