Innlent

Stefán vann prestskosinguna

Stefán Már Gunnlaugsson hefur verið kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða. Þrír voru í köri auk Stefáns, þau séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. Alls voru 538 á kjörskrá og kjörsókn var um 80 prósent. Stefán Már Gunnlaugsson lauk embættisprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1999 og stundaði framhaldsnám í guðfræði í Þýskalandi. Hann hefur starfað sem fræðslufulltrúi á Biskupsstofu frá árinu 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×