Erlent

Maður skotinn til bana

Lögregla skaut mann til bana á alþjóðaflugvellinum í Miami í gærkvöldi eftir að maðurinn hótaði að grípa til sprengju í tösku sinni. Hafði maðurinn haft að engu tilmæli lögreglu um að sleppa töskunni sem varð til þess að lögreglumaður hleypti af byssu sinni og lést maðurinn af sárum sínum skömmu síðar.

Ekki var ljóst hvort raunverulega var sprengja í tösku mannsins þegar Fréttablaðið fór í prentun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×