Unnið að leiðréttingum á umfjöllun 24. maí 2005 00:01 Bláa lónið er meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims, segir blaðamaður breska stórblaðsins Sunday Times eftir heimsókn í lónið. Honum fannst það skítugt, alltof troðið af fólki og óaðlaðandi á allan hátt. Framkvæmdastjóri lónsins er mjög ósáttur við umfjöllunina og segir unnið að leiðréttingum. Í úttekt Sunday Times er Bláa lónið efst á lista yfir þá ferðamannastaði í heiminum sem ekki standi undir væntingum. Segir blaðamaðurinn að í ótal auglýsingum sé lóninu lýst sem sælustað fyrir líkama og sál en veruleikinn sé allur annar. Búningsklefarnir séu þröngir og illa lyktandi og það sé fjarri því að hann hafi fyllst vellíðan þegar hann hafi stigið ofan í lónið. Þvert á móti hafi honum liðið eins og hann gengi á lifur og þá hafi fjöldi ungra karla verið í lóninu með tilheyrandi látum og var blaðamaður ekki frá því að einn þeirra, með fjarrænt augnaráð, hefði verið að míga í lónið. Blaðamaðurinn hélt út í fimm mínútur. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, er eðli málsins samkvæmt afar óánægður með umfjöllunina. Hann segir að yfir 350 þúsund gestir heimsæki Bláa lónið árlega og aðstandendur þess geti ekki stjórnað upplifun hvers og eins einasta gests en þeir hljóti að bregðast við ef farið sé með rangfærslur. Grímur segir blaðamanninn vera með persónulegar hugleiðingar sem séu vægast sagt mjög óviðeigandi og því hafi forsvarsmenn Bláa lónsins orðið fyrir vonbrigðum. Grími finnst vegið að íslenskri ferðaþjónustu í heild þar sem gefið sé í skyn að verið sé að bjóða vöru sem ekki standi undir nafni. Hann segir það samt rétt að stundum sé mjög margt fólk í lóninu í einu en það fylgi vinsælum ferðamannastöðum. En hafa verið gerðar einhverjar athugasemdir? Grímur segir að unnið sé að því í samráði við sendiráð Íslands í Lundúnum að gera athugasemdir við greinina og hann viti að samstarsaðilar Bláa lónsins í ferðaþjónustu hafi þegar sent ritstjórum Sunday Times athugasemdir, t.d. Icelandair. Fréttir Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Bláa lónið er meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims, segir blaðamaður breska stórblaðsins Sunday Times eftir heimsókn í lónið. Honum fannst það skítugt, alltof troðið af fólki og óaðlaðandi á allan hátt. Framkvæmdastjóri lónsins er mjög ósáttur við umfjöllunina og segir unnið að leiðréttingum. Í úttekt Sunday Times er Bláa lónið efst á lista yfir þá ferðamannastaði í heiminum sem ekki standi undir væntingum. Segir blaðamaðurinn að í ótal auglýsingum sé lóninu lýst sem sælustað fyrir líkama og sál en veruleikinn sé allur annar. Búningsklefarnir séu þröngir og illa lyktandi og það sé fjarri því að hann hafi fyllst vellíðan þegar hann hafi stigið ofan í lónið. Þvert á móti hafi honum liðið eins og hann gengi á lifur og þá hafi fjöldi ungra karla verið í lóninu með tilheyrandi látum og var blaðamaður ekki frá því að einn þeirra, með fjarrænt augnaráð, hefði verið að míga í lónið. Blaðamaðurinn hélt út í fimm mínútur. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, er eðli málsins samkvæmt afar óánægður með umfjöllunina. Hann segir að yfir 350 þúsund gestir heimsæki Bláa lónið árlega og aðstandendur þess geti ekki stjórnað upplifun hvers og eins einasta gests en þeir hljóti að bregðast við ef farið sé með rangfærslur. Grímur segir blaðamanninn vera með persónulegar hugleiðingar sem séu vægast sagt mjög óviðeigandi og því hafi forsvarsmenn Bláa lónsins orðið fyrir vonbrigðum. Grími finnst vegið að íslenskri ferðaþjónustu í heild þar sem gefið sé í skyn að verið sé að bjóða vöru sem ekki standi undir nafni. Hann segir það samt rétt að stundum sé mjög margt fólk í lóninu í einu en það fylgi vinsælum ferðamannastöðum. En hafa verið gerðar einhverjar athugasemdir? Grímur segir að unnið sé að því í samráði við sendiráð Íslands í Lundúnum að gera athugasemdir við greinina og hann viti að samstarsaðilar Bláa lónsins í ferðaþjónustu hafi þegar sent ritstjórum Sunday Times athugasemdir, t.d. Icelandair.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira