Stefnir í kollsteypu efnahagslífs 16. febrúar 2005 00:01 Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira