Lífið

Mugison og Wilson á Hróarskeldu

Tónlistarmaðurinn Mugison og fyrrverandi Beach Boys forsprakkinn Brian Wilson hafa boðað komu sína á Hróarskelduhátíðina í Danmörku í sumar. Auk Mugison, sem nýlega sópaði til sín verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum, hafa þrjú önnur skandinavísk nöfn ákveðið að troða upp á hátíðinni: Dungen frá Svíþjóð, pönkhljómsveitin Skambaknt frá Noregi og blúsrokkarinn Björn Berge. Áður höfðu hljómsveitir á borð við Audioslave og D.A.D. skráð sig til leiks.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.