Lífið

Næsta plata verður rokkuð

Næsta plata Madonnu verður eilítið rokkaðri en fyrri plötur söngkonunnar. "Eftir að hafa búið í Bretlandi í talsverðan tíma er söngkonan orðin mikill aðdáandi hljómsveita eins og Franz Ferdinand og einnig elskar hún hljómsveitina The Darkness. Hún er langt komin með nýju plötuna sem er talsvert rokkuð," sagði talsmaður söngkonunnar. Hinir sænsku Bloodshy og Avant sem gerðu lagið Toxic fyrir Britney Spears hafa verið beðnir um að semja lag fyrir plötuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.