Innlent

Varað við mikilli hálku á Lágheiði

Vegagerðin varar við mikilli hálku á Lágheiði en á Norðurlandi er víða nokkur hálka eða snjóþekja. Á Vesturlandi eru sumsstaðar hálkublettir, einkum á Snæfellsnesi en þar er éljagangur. Á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði er hálka og éljagangur. Víðast hvar eru vegir auðir á Vestfjörðum en þó er snjóþekja, hálka og hálkublettir á heiðum. Hrafnseyrarheiði er þó þungfær. Á Austur-og Suðurlandi eru vegir víðast hvar auðir nema á fjallvegum þar sem sumsstaðar eru hálkublettir. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru vegir á Suðurlandi víðast auðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×