Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit? 3. nóvember 2005 15:08 MYND/Vísir Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira