Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit? 3. nóvember 2005 15:08 MYND/Vísir Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira