Sport

Gríðarleg ásókn í miða á HM

Sölu miða á úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári lauk í gær. Rúmlega milljón manns í 195 löndum óskuðu eftir því að kaupa 10 milljón miða eða 12 sinnum meira en nam framboðinu. Alls voru 812 þúsund miðar í boði. Flestar umsóknir um miða bárust á netinu eða um 95%. 15. apríl verður byrjað að úthluta miðum en þá fer fram nokkurs konar happdrætti þar sem tilviljun ein ræður hverjir fá að kaupa miða. Skipuleggjendur keppninnar hafa lofað að bæta 300 þúsund miðum í almenna sölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×