Innlent

Munar allt að 75% á lyfjaverði

Sjúklingar geta sparað sér allt að 75 prósent í lyfjakostnað með því að kanna verðið frá einu apóteki til annars. Þetta má lesa út úr verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Könnun á tveimur tilbúnum dæmum sýndi 31 prósents mun væru mígrenilyfið Imigran og bólgueyðandi verkjalyfið Voltaren Rapid keypt saman. Mest kostuðu þau 6.329 krónur í Laugarnesapóteki en minnst 4.815 krónur í Rimaapóteki. Blóðþrýstingslyfið Cozaar Comp og sýklalyfið Zitromax kostuðu 3.700 krónur í Garðsapóteki en 2.115 krónur í Rimaapóteki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×