Innlent

Molinn opnaður á Reyðarfirði

Ný skrifstofu- og verslunarmiðstöð, Molinn, var formlega tekin í notkun á Reyðarfirði í gær að viðstöddu fjölmenni. Byggingin er 2.500 fermetrar að stærð og í fyrstu verða þrjár verslanir með starfsemi í húsnæðinu, Krónan, Veiðiflugan og PEX tískuverslun, en fleiri fyrirtæki flytja starfsemi sína í húsnæðið á næstu vikum. Fyrsta skóflustungan var tekin 21. júní í fyrra en framkvæmdir voru í höndum Íslenskra aðalverktaka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×