Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum 11. júlí 2005 00:01 Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ... Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ...
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira