Skipun að ofan um áframhald 11. júlí 2005 00:01 Svo virðist sem flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, hafi í gær ákveðið að höggva á hnút sem kominn var á viðræður um áframhaldandi samstarf og halda "í skjól" með frekari viðræður. Heimildir blaðsins herma að forystu flokkanna í borginni hafi þótt nóg um fréttaflutning af gangi viðræðna og því hafi komið "skipun að ofan" um að ná skyldi saman um áframhaldandi samstarf. Viðræðunefnd Reykjavíkurlistaflokkanna sendi eftir fund sinn í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt var að síðustu vikur hafi átt sér stað gagnlegar viðræður og tekið fram að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunktur í viðræðunum. Ákveðið hafi verið að vísa tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli þar sem viðræðunefndin skipti með sér verkum og vænti þess "að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum". Fyrir fundinn var búist við því að Samfylkingin legði fram tillögu um tilhögun framboðsmála, en hún hefur ekki komið fram. Fólk tengt Reykjavíkurlistaflokkunum vildi lítið láta hafa eftir sér í gær um gang mála. Þó var hreyft við þeirri skoðun að nýleg skoðanakönnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera um fylgi framboða í Reykjavík kunni að hafa ýtt á að flokkarnir þjöppuðu sér saman um Reykjavíkurlistann, enda hafi komið fram að listinn nyti fylgis um helmings kjósenda, þrátt fyrir óvissu og umræðu um skipan framboðslista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist telja góðan gang í viðræðum flokkanna og Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar kvaðst ánægður með fund viðræðunefndarinnar í gær. "Ég er bjartsýnni en áður um að góð lending náist í málinu sem allir flokkar geti sætt sig við," sagði hann og bætti við að allar yfirlýsingar meðan á viðræðum stæði væru frekar óheppilegar. "Í það minnsta ef menn ætla að ná niðurstöðu og þetta vonandi komið í annan og betri farveg að því leyti til." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Svo virðist sem flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, hafi í gær ákveðið að höggva á hnút sem kominn var á viðræður um áframhaldandi samstarf og halda "í skjól" með frekari viðræður. Heimildir blaðsins herma að forystu flokkanna í borginni hafi þótt nóg um fréttaflutning af gangi viðræðna og því hafi komið "skipun að ofan" um að ná skyldi saman um áframhaldandi samstarf. Viðræðunefnd Reykjavíkurlistaflokkanna sendi eftir fund sinn í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt var að síðustu vikur hafi átt sér stað gagnlegar viðræður og tekið fram að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunktur í viðræðunum. Ákveðið hafi verið að vísa tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli þar sem viðræðunefndin skipti með sér verkum og vænti þess "að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum". Fyrir fundinn var búist við því að Samfylkingin legði fram tillögu um tilhögun framboðsmála, en hún hefur ekki komið fram. Fólk tengt Reykjavíkurlistaflokkunum vildi lítið láta hafa eftir sér í gær um gang mála. Þó var hreyft við þeirri skoðun að nýleg skoðanakönnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera um fylgi framboða í Reykjavík kunni að hafa ýtt á að flokkarnir þjöppuðu sér saman um Reykjavíkurlistann, enda hafi komið fram að listinn nyti fylgis um helmings kjósenda, þrátt fyrir óvissu og umræðu um skipan framboðslista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist telja góðan gang í viðræðum flokkanna og Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar kvaðst ánægður með fund viðræðunefndarinnar í gær. "Ég er bjartsýnni en áður um að góð lending náist í málinu sem allir flokkar geti sætt sig við," sagði hann og bætti við að allar yfirlýsingar meðan á viðræðum stæði væru frekar óheppilegar. "Í það minnsta ef menn ætla að ná niðurstöðu og þetta vonandi komið í annan og betri farveg að því leyti til."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira