Skipun að ofan um áframhald 11. júlí 2005 00:01 Svo virðist sem flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, hafi í gær ákveðið að höggva á hnút sem kominn var á viðræður um áframhaldandi samstarf og halda "í skjól" með frekari viðræður. Heimildir blaðsins herma að forystu flokkanna í borginni hafi þótt nóg um fréttaflutning af gangi viðræðna og því hafi komið "skipun að ofan" um að ná skyldi saman um áframhaldandi samstarf. Viðræðunefnd Reykjavíkurlistaflokkanna sendi eftir fund sinn í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt var að síðustu vikur hafi átt sér stað gagnlegar viðræður og tekið fram að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunktur í viðræðunum. Ákveðið hafi verið að vísa tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli þar sem viðræðunefndin skipti með sér verkum og vænti þess "að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum". Fyrir fundinn var búist við því að Samfylkingin legði fram tillögu um tilhögun framboðsmála, en hún hefur ekki komið fram. Fólk tengt Reykjavíkurlistaflokkunum vildi lítið láta hafa eftir sér í gær um gang mála. Þó var hreyft við þeirri skoðun að nýleg skoðanakönnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera um fylgi framboða í Reykjavík kunni að hafa ýtt á að flokkarnir þjöppuðu sér saman um Reykjavíkurlistann, enda hafi komið fram að listinn nyti fylgis um helmings kjósenda, þrátt fyrir óvissu og umræðu um skipan framboðslista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist telja góðan gang í viðræðum flokkanna og Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar kvaðst ánægður með fund viðræðunefndarinnar í gær. "Ég er bjartsýnni en áður um að góð lending náist í málinu sem allir flokkar geti sætt sig við," sagði hann og bætti við að allar yfirlýsingar meðan á viðræðum stæði væru frekar óheppilegar. "Í það minnsta ef menn ætla að ná niðurstöðu og þetta vonandi komið í annan og betri farveg að því leyti til." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Svo virðist sem flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, hafi í gær ákveðið að höggva á hnút sem kominn var á viðræður um áframhaldandi samstarf og halda "í skjól" með frekari viðræður. Heimildir blaðsins herma að forystu flokkanna í borginni hafi þótt nóg um fréttaflutning af gangi viðræðna og því hafi komið "skipun að ofan" um að ná skyldi saman um áframhaldandi samstarf. Viðræðunefnd Reykjavíkurlistaflokkanna sendi eftir fund sinn í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt var að síðustu vikur hafi átt sér stað gagnlegar viðræður og tekið fram að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunktur í viðræðunum. Ákveðið hafi verið að vísa tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli þar sem viðræðunefndin skipti með sér verkum og vænti þess "að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum". Fyrir fundinn var búist við því að Samfylkingin legði fram tillögu um tilhögun framboðsmála, en hún hefur ekki komið fram. Fólk tengt Reykjavíkurlistaflokkunum vildi lítið láta hafa eftir sér í gær um gang mála. Þó var hreyft við þeirri skoðun að nýleg skoðanakönnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera um fylgi framboða í Reykjavík kunni að hafa ýtt á að flokkarnir þjöppuðu sér saman um Reykjavíkurlistann, enda hafi komið fram að listinn nyti fylgis um helmings kjósenda, þrátt fyrir óvissu og umræðu um skipan framboðslista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist telja góðan gang í viðræðum flokkanna og Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar kvaðst ánægður með fund viðræðunefndarinnar í gær. "Ég er bjartsýnni en áður um að góð lending náist í málinu sem allir flokkar geti sætt sig við," sagði hann og bætti við að allar yfirlýsingar meðan á viðræðum stæði væru frekar óheppilegar. "Í það minnsta ef menn ætla að ná niðurstöðu og þetta vonandi komið í annan og betri farveg að því leyti til."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira