Innlent

Koizumi ræddi hvalveiðimál

Halldór Ásgrímsson átti í gær fund með Junichiro Koizumi, starfsbróður sínum í Japan. Samstarf ríkjanna í hvalveiðimálum bar á góma að frumkvæði Koizumi og samkvæmt frétt Associated Press mun Halldór hafa sagt við Koizumi að ef Íslendingar hæfu atvinnuveiðar á hval myndu finnast leiðir til að starfa með Japönum. Einkum mun þó hafa verið rætt um áframhaldandi samstarf innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Halldór hafi undirstrikað mikilvægi Japansmarkaðar fyrir áframhaldandi hvalveiðar í vísindaskyni við Ísland. Ýmis fleiri mál voru rædd eins og tvísköttunarsamningur á milli ríkjanna, loftferðasamningur og stuðningur Íslands við tillögu Japans um fjölgun sæta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá viðraði Halldór hugmyndir um gerð fríverslunarsamnings og bauð Koizumi í opinbera heimsókn til Íslands í tilefni af 50 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×