Innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Samson

Birgir Már Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. en félagið fer með um 45% eignarhlut í Landsbanka Íslands. Birgir Már er fæddur árið 1974 og lauk hann embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1999. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögum frá Lagaskóla Harvard árið 2003. Birgir Már var meðeigandi að Lex-Nestor lögmannsstofu og starfaði þar sem lögmaður. Birgir Már er aðjúnkt við Lagadeild Háskólans í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×