Innlent

Ágreiningur um vandræðagang

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans í Reykjavík er nánast hnífjafnt. Um er að kenna vandræðagangi innan R-listans að sögn forseta borgarstjórnar, en við það vill formaður Borgarráðs þó ekki kannast. Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga. Samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 50,2 prósent atkvæða, R-listinn 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent. 670 Reykvíkingar tóku þátt í könnuninni og var svarhlutfall um 56 prósent. Síðast var spurt um fylgi flokkanna í Reykjavík í Gallup könnun í janúar á síðasta ári. Þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,5 prósent og R-listinn með 54,3 prósent, og því má ljóst vera að  Sjálfstæðismenn hafa bætt verulega við fylgi sitt í borginni. Forseti Borgarstjórnar er þó hvergi banginn og vill kenna því sem hann kallar  „vandræðagang" innan brogarstjórnarflokkanna um þessa niðurstöðu. Formaður Borgarráðs, Stefán Jón Hafstein, virðist hins vegar ekki kannast við þann vandræðagang sem Alfreð lýsir. Af hans orðum má ráða að allt sé í lukkunnar velstandi í framboðsviðræðum R-lista fólks. Hann segir að miðað við fyrir reynslu 1994, 1998 og 2002 þá er tíminn sem flokkarnir hafa talað saman frekar stuttur og vandræðalítill þar sem enginn grundvallarágreiningur sé um málefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×