Jón Ásgeir ýjar að samsæri 9. júlí 2005 00:01 Tímasetning á ákærunum er afskaplega undarleg segir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs í viðtali sem birtist í Sunday Times á morgun. Hann segist þar ætla að bíða með frekari stórviðskipti uns hann hafi sannað sakleysi sitt. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, fékk aðgang að blaðinu og hún segir að í viðskiptahluta blaðsins sé ýtarleg umfjöllun um málefni Baugs, bæði á forsíðu og inni í blaðinu. Í viðtali við tvo blaðamenn segir Jón Ásgeir að síðasta vika hafi verið einhver sú versta í hans viðskiptalífi og að hann ætli sér ekki að standa í frekari stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað og að það ætti ekki að taka lengri tíma en hálft ár. Í viðtlinu kemur reyndar fram´að Baugur sé í þann mund að kaupa tískuverslunina Jane Norman en líta megi á það sem smáviðskipti. Jón Ásgeir virðist hafa upplýst Sunday Times um innihald ákæranna því þar er haldið fram að aðeins tvær af ákærunum tengist upphaflegum umkvörtunarefnum Gerald Sullenbergers, 20 séu tengdar viðskiptum milli Baugs og fjárfestingafélags Jóns Ásgeris, Gaums, önnur 6 tengist bókhaldsmálum og afgangurinn sé brot á tollalögum og vafasöm notkun Jóns á kreditkortum Baugs. Í viðtalinu ýjar Jón Ásgeir að því að málið sé allt sprottið af annarlegum hvötum og segir að tímasetningin sé skrítin. Hann heldur því líka fram að árangur hans í viðskiptum hafi valdið óróa innan íslenska kerfisins. Orðrétt segir hann að ekki sé langt síðan gamlar fjölskyldur réðu öllu í landinu og að gríðarleg tengls hafi verið á milli stórfyrirtækja og stjórnmálamanna. Umfjöllunin í blaðinu er á afar jákvæðum nótum og blaðamennirnir virðast taka undir það að pólitískar ofsóknir og persónuleg öfund séu að einhverju leyti undirrót málatilbúnaðar ríkislögreglustjóra. Þetta er ein alls herjar sópuópera með öllu tilheyrandi, svikum, morðhótunum, fallegum konum og peningum skrifar William Lewis ritstjóri viðskiptablaðsins og heldur áfram: „Nú er bara að bíða eftir lokum þessarar sápu en á meðan ættu viðskipti Jóns Ásgeris að geta gengið sinn gang.“ Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tímasetning á ákærunum er afskaplega undarleg segir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs í viðtali sem birtist í Sunday Times á morgun. Hann segist þar ætla að bíða með frekari stórviðskipti uns hann hafi sannað sakleysi sitt. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, fékk aðgang að blaðinu og hún segir að í viðskiptahluta blaðsins sé ýtarleg umfjöllun um málefni Baugs, bæði á forsíðu og inni í blaðinu. Í viðtali við tvo blaðamenn segir Jón Ásgeir að síðasta vika hafi verið einhver sú versta í hans viðskiptalífi og að hann ætli sér ekki að standa í frekari stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað og að það ætti ekki að taka lengri tíma en hálft ár. Í viðtlinu kemur reyndar fram´að Baugur sé í þann mund að kaupa tískuverslunina Jane Norman en líta megi á það sem smáviðskipti. Jón Ásgeir virðist hafa upplýst Sunday Times um innihald ákæranna því þar er haldið fram að aðeins tvær af ákærunum tengist upphaflegum umkvörtunarefnum Gerald Sullenbergers, 20 séu tengdar viðskiptum milli Baugs og fjárfestingafélags Jóns Ásgeris, Gaums, önnur 6 tengist bókhaldsmálum og afgangurinn sé brot á tollalögum og vafasöm notkun Jóns á kreditkortum Baugs. Í viðtalinu ýjar Jón Ásgeir að því að málið sé allt sprottið af annarlegum hvötum og segir að tímasetningin sé skrítin. Hann heldur því líka fram að árangur hans í viðskiptum hafi valdið óróa innan íslenska kerfisins. Orðrétt segir hann að ekki sé langt síðan gamlar fjölskyldur réðu öllu í landinu og að gríðarleg tengls hafi verið á milli stórfyrirtækja og stjórnmálamanna. Umfjöllunin í blaðinu er á afar jákvæðum nótum og blaðamennirnir virðast taka undir það að pólitískar ofsóknir og persónuleg öfund séu að einhverju leyti undirrót málatilbúnaðar ríkislögreglustjóra. Þetta er ein alls herjar sópuópera með öllu tilheyrandi, svikum, morðhótunum, fallegum konum og peningum skrifar William Lewis ritstjóri viðskiptablaðsins og heldur áfram: „Nú er bara að bíða eftir lokum þessarar sápu en á meðan ættu viðskipti Jóns Ásgeris að geta gengið sinn gang.“
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira