Innlent

Sjálfstæðisflokkkur með meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga samkvæmt nýrri Gallup könnun. Niðurstöður hennar gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50,2 prósent atkvæða, R-listinn 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag. Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar tóku þátt í könnuninni, sem var unnin fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Um 56 prósent þeirra kaus að svara. Síðast var spurt um fylgi flokkanna í Reykjavík í Gallup könnun í janúar á síðasta ári. Þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,5 prósent, R-listinn með 54,3 prósent og Frjálslyndi flokkurinn með 2,9 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×