Sex milljarðar í auknum kvóta 12. janúar 2005 00:01 Með aukningu loðnukvótans sem Hafrannsóknastofnunin lagði til í gær gætu útflutningstekjur aukist um að minnsta kosti 6 milljarða króna, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. "Miðað við að allur aflinn veiddist og færi allur í bræðslu," sagði hann og kvað útvegsmenn hæstánægða með aukninguna. "Þetta skiptir sköpum, því auðvitað var ekki trygging fyrir einu eða neinu fyrr en að loknum mælingum." Lagður er til aukinn kvóti til íslenskra skipa upp á 556 þúsund tonn. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk mælingum á loðnugöngu norður og austur af landinu á sunnudag. Heildarkvótinn verður samkvæmt tillögunni 985 þúsund tonn, en samkvæmt því verður hlutur íslenskra skipa 780 þúsund tonn. Útgefinn bráðabirgðakvóti nam einungis um 224 þúsund tonnum. Reglugerð um kvótaaukninguna er væntanleg á næstu dögum frá sjávarútvegsráðherra. Friðrik taldi að menn mættu hafa sig alla við ef nást ætti að veiða allan kvótann. "Þar spilar auðvitað veðurfar inn í," sagði hann en í fyrra varð bræla í lok tímabils til þess að ekki náðist að veiða allan kvóta. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og loðnusérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, segir menn hafa verið orðna nokkuð svartsýna eftir að hafa í haust komið úr loðnuleit "með öngulinn í rassinum". Hann taldi hlýrri sjó kunna að hafa valdið breyttri dreifingu loðnunnar á haustin. "En hún er alltaf að koma manni á óvart, nú ánægjulega," sagði hann og taldi það góða undantekningu. Alls mældust út af Norðurlandi 1.272 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Hjálmar var um borð í Árna Friðrikssyni í "kolvitlausu veðri" seinni partinn í gær. "Við liggjum undir Langanesi þar til lægir," sagði hann, en skipið er á leið til síldarmælinga austur af landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Með aukningu loðnukvótans sem Hafrannsóknastofnunin lagði til í gær gætu útflutningstekjur aukist um að minnsta kosti 6 milljarða króna, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. "Miðað við að allur aflinn veiddist og færi allur í bræðslu," sagði hann og kvað útvegsmenn hæstánægða með aukninguna. "Þetta skiptir sköpum, því auðvitað var ekki trygging fyrir einu eða neinu fyrr en að loknum mælingum." Lagður er til aukinn kvóti til íslenskra skipa upp á 556 þúsund tonn. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk mælingum á loðnugöngu norður og austur af landinu á sunnudag. Heildarkvótinn verður samkvæmt tillögunni 985 þúsund tonn, en samkvæmt því verður hlutur íslenskra skipa 780 þúsund tonn. Útgefinn bráðabirgðakvóti nam einungis um 224 þúsund tonnum. Reglugerð um kvótaaukninguna er væntanleg á næstu dögum frá sjávarútvegsráðherra. Friðrik taldi að menn mættu hafa sig alla við ef nást ætti að veiða allan kvótann. "Þar spilar auðvitað veðurfar inn í," sagði hann en í fyrra varð bræla í lok tímabils til þess að ekki náðist að veiða allan kvóta. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og loðnusérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, segir menn hafa verið orðna nokkuð svartsýna eftir að hafa í haust komið úr loðnuleit "með öngulinn í rassinum". Hann taldi hlýrri sjó kunna að hafa valdið breyttri dreifingu loðnunnar á haustin. "En hún er alltaf að koma manni á óvart, nú ánægjulega," sagði hann og taldi það góða undantekningu. Alls mældust út af Norðurlandi 1.272 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Hjálmar var um borð í Árna Friðrikssyni í "kolvitlausu veðri" seinni partinn í gær. "Við liggjum undir Langanesi þar til lægir," sagði hann, en skipið er á leið til síldarmælinga austur af landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira